Undir niðri þrýstir kvika 16. janúar 2010 08:00 Í Krýsuvík er víða heitt undir, rétt eins og á mörgum öðrum stöðum á Reykjanesi. Suðurlandskjálftarnir hafa haft áhrif á hitasvæði fjarri upptökum skjálftanna. Þannig lokuðu Almannavarnir ríkisins aðgengi að Gunnuhver, austan Reykjanesvita, fyrir um tveimur árum vegna breytinga á svæðinu. Fréttablaðið/Heiða „Frá 950 og til um 1350, fyrir mjög stuttu síðan, var mikið um gos á Reykjanesskaganum allt frá Hellisheiði og vestur um,“ segir Ragnar Stefánsson prófessor í jarðvárfræðum við Háskólann á Akureyri. „Reykjanesskaginn er þess eðlis að skiptast á gostímabil og tímabil lítilla og miðlungsstórra jarðskjálfta. Við höfum eiginlega verið á slíku lággosatímibili alveg frá um 1400, en þetta gæti hins vegar snúist við og við lent inn á gosgjörnu tímabili,“ bætir hann við. Miðað við söguna þarf ekki að vera svo langt í nýtt gostímabil. Ragnar segir hins vegar erfitt um að dæma hvort skjálftavirkni á Reykjanesskaganum síðustu árin bendi til að hegðun skagans sé að breytast. Hann bendir á að almennt séð hafi verið mikið um jarðskjálfta á svæðinu alla síðustu öld, til dæmis um og upp úr aldamótunum 1900 við Reykjanestá. „Toppurinn í þessari virkni var 1929 með skjálfta af stærðinni 6,2 milli Bláfjalla og Brennisteinsfjalla og 1933 varð skjálfti upp á 5,5 vestur af Krýsuvík. Skjálfti upp á 5,4 varð vestur af Bláfjöllum 1968. Haustið 1973 urðu skjálftar sem nálguðust fimm að stærð vestur af Krýsuvík og mikið um smærri skjálfta víðar á skaganum.“ Ragnar segir miklar landbreytingar og skjálfta sem urðu í Krýsuvík í kjölfar Suðurlandsskjálftanna árið 2000 geta verið vísbendingu um mikinn kvikuþrýsting. „Þegar höggið kemur frá Suðurlandsskjálftanum þá brýst þessi kvika nær yfirborðinu og ýtir af stað skjálftum,“ segir hann en áréttar um leið að svæðið frá Krýsuvík og austur að Þrengslum hafi verið verið tiltölulega rólegt síðustu áratugi. „Ég held hins vegar að ef kæmi nýtt gostímabil á Reykjanesskaganum að ekki væri ólíklegt að það myndi byrja með aukinni skjálftavirkni einmitt á þessu svæði.“ Sem fyrr áréttar Ragnar að tölfræði sé til lítils gagns þegar að því kemur að setja fram spár um einstaka jarðhræringar. „Breytileikinn í ástandi plötumótanna er svo mikill. Þó við getum séð úr tölfræði einhverja þróun og auknar líkur þegar horft er til langs tíma, þá er það þannig þegar horft er til skamms tíma, hvort sem það er til ára, daga eða klukkutíma, að þá verðum við að skilja hvaða hreyfingar eru í gangi. Þetta gerum við best með því að mæla og túlka samstundis upplýsingar sem berast okkur stöðugt með örsmáum jarðskjálftum neðan úr skorpunni og svo með nákvæmum samfelldum mælingum á landbreytingum.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
„Frá 950 og til um 1350, fyrir mjög stuttu síðan, var mikið um gos á Reykjanesskaganum allt frá Hellisheiði og vestur um,“ segir Ragnar Stefánsson prófessor í jarðvárfræðum við Háskólann á Akureyri. „Reykjanesskaginn er þess eðlis að skiptast á gostímabil og tímabil lítilla og miðlungsstórra jarðskjálfta. Við höfum eiginlega verið á slíku lággosatímibili alveg frá um 1400, en þetta gæti hins vegar snúist við og við lent inn á gosgjörnu tímabili,“ bætir hann við. Miðað við söguna þarf ekki að vera svo langt í nýtt gostímabil. Ragnar segir hins vegar erfitt um að dæma hvort skjálftavirkni á Reykjanesskaganum síðustu árin bendi til að hegðun skagans sé að breytast. Hann bendir á að almennt séð hafi verið mikið um jarðskjálfta á svæðinu alla síðustu öld, til dæmis um og upp úr aldamótunum 1900 við Reykjanestá. „Toppurinn í þessari virkni var 1929 með skjálfta af stærðinni 6,2 milli Bláfjalla og Brennisteinsfjalla og 1933 varð skjálfti upp á 5,5 vestur af Krýsuvík. Skjálfti upp á 5,4 varð vestur af Bláfjöllum 1968. Haustið 1973 urðu skjálftar sem nálguðust fimm að stærð vestur af Krýsuvík og mikið um smærri skjálfta víðar á skaganum.“ Ragnar segir miklar landbreytingar og skjálfta sem urðu í Krýsuvík í kjölfar Suðurlandsskjálftanna árið 2000 geta verið vísbendingu um mikinn kvikuþrýsting. „Þegar höggið kemur frá Suðurlandsskjálftanum þá brýst þessi kvika nær yfirborðinu og ýtir af stað skjálftum,“ segir hann en áréttar um leið að svæðið frá Krýsuvík og austur að Þrengslum hafi verið verið tiltölulega rólegt síðustu áratugi. „Ég held hins vegar að ef kæmi nýtt gostímabil á Reykjanesskaganum að ekki væri ólíklegt að það myndi byrja með aukinni skjálftavirkni einmitt á þessu svæði.“ Sem fyrr áréttar Ragnar að tölfræði sé til lítils gagns þegar að því kemur að setja fram spár um einstaka jarðhræringar. „Breytileikinn í ástandi plötumótanna er svo mikill. Þó við getum séð úr tölfræði einhverja þróun og auknar líkur þegar horft er til langs tíma, þá er það þannig þegar horft er til skamms tíma, hvort sem það er til ára, daga eða klukkutíma, að þá verðum við að skilja hvaða hreyfingar eru í gangi. Þetta gerum við best með því að mæla og túlka samstundis upplýsingar sem berast okkur stöðugt með örsmáum jarðskjálftum neðan úr skorpunni og svo með nákvæmum samfelldum mælingum á landbreytingum.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira