Mjög eindregið vantraust 17. desember 2010 05:45 Hjáseta þingmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í atkvæðagreiðslu um fjárlög er í raun yfirlýsing um að þeir styðji ekki lengur ríkisstjórnina. Þetta er mat Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við HÍ. Þrír þingmenn VG, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Gunnar Helgi kveðst ekki þekkja dæmi þess úr íslenskri stjórnmálasögu að stjórnarþingmenn styðji ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar. „Þetta er einsdæmi og þætti hvar sem er í nágrannalöndum okkar mjög djörf aðgerð. Ef framkvæmdarvaldið kemur til þingsins með fjárhagsáætlun sína og þingmaður hafnar þeirri fjárhagsáætlun, verður það að teljast mjög eindregið vantraust á forystu framkvæmdarvaldsins. Þannig að þetta jafngildir í raun yfirlýsingu viðkomandi þingmanna um að þeir séu hættir stuðningi við ríkisstjórnina," segir Gunnar Helgi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, gagnrýndi samflokksmenn sína harðlega og sagði ákvörðun þeirra áfall fyrir sig sem flokksformann og fjármálaráðherra. Þeir þyrftu nú að gera upp við sig hvort þeir styðji ríkisstjórnina. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, telur þremenningana nú til stjórnarandstöðunnar. „Ég met stöðu ríkisstjórnarinnar svo að hún hafi stuðning 32 þingmanna af 63 á Alþingi og þar af leiðandi eins manns meirihluta," sagði Þórunn í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég held að menn eigi ekkert að túlka þetta á annan veg en það er meint, sem jákvæð hvatning inn í stjórnmálin. Þannig hygg ég að þetta sé meint og þannig vil ég skilja þetta," sagði Ögmundur Jónasson í samtali við blaðið í gærkvöldi. Rangt sé að blása þessa stöðu upp sem meiri háttar vandamál. „Ég hvet til þess að í stað þess að túlka þetta inn í persónupólitík þá reyni menn að hefja sig upp úr því fari og horfa á þetta í samhengi málefnalegrar umræðu. Þá held ég að öllum liði miklu betur." Árni Þór Sigurðsson og Björn Valur Gíslason eru báðir harðorðir í garð samflokksmanna sinna þriggja. Björn Valur segir þá hafa sýnt samstarfsfólki sínu lítilsvirðingu. Fréttablaðið náði ekki tali af þremenningunum í gær. Í gærkvöldi ritaði Lilja Mósesdóttir eftirfarandi á Facebook: „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum - þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins." - bþs, sh / Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hjáseta þingmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í atkvæðagreiðslu um fjárlög er í raun yfirlýsing um að þeir styðji ekki lengur ríkisstjórnina. Þetta er mat Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við HÍ. Þrír þingmenn VG, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Gunnar Helgi kveðst ekki þekkja dæmi þess úr íslenskri stjórnmálasögu að stjórnarþingmenn styðji ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar. „Þetta er einsdæmi og þætti hvar sem er í nágrannalöndum okkar mjög djörf aðgerð. Ef framkvæmdarvaldið kemur til þingsins með fjárhagsáætlun sína og þingmaður hafnar þeirri fjárhagsáætlun, verður það að teljast mjög eindregið vantraust á forystu framkvæmdarvaldsins. Þannig að þetta jafngildir í raun yfirlýsingu viðkomandi þingmanna um að þeir séu hættir stuðningi við ríkisstjórnina," segir Gunnar Helgi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, gagnrýndi samflokksmenn sína harðlega og sagði ákvörðun þeirra áfall fyrir sig sem flokksformann og fjármálaráðherra. Þeir þyrftu nú að gera upp við sig hvort þeir styðji ríkisstjórnina. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, telur þremenningana nú til stjórnarandstöðunnar. „Ég met stöðu ríkisstjórnarinnar svo að hún hafi stuðning 32 þingmanna af 63 á Alþingi og þar af leiðandi eins manns meirihluta," sagði Þórunn í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég held að menn eigi ekkert að túlka þetta á annan veg en það er meint, sem jákvæð hvatning inn í stjórnmálin. Þannig hygg ég að þetta sé meint og þannig vil ég skilja þetta," sagði Ögmundur Jónasson í samtali við blaðið í gærkvöldi. Rangt sé að blása þessa stöðu upp sem meiri háttar vandamál. „Ég hvet til þess að í stað þess að túlka þetta inn í persónupólitík þá reyni menn að hefja sig upp úr því fari og horfa á þetta í samhengi málefnalegrar umræðu. Þá held ég að öllum liði miklu betur." Árni Þór Sigurðsson og Björn Valur Gíslason eru báðir harðorðir í garð samflokksmanna sinna þriggja. Björn Valur segir þá hafa sýnt samstarfsfólki sínu lítilsvirðingu. Fréttablaðið náði ekki tali af þremenningunum í gær. Í gærkvöldi ritaði Lilja Mósesdóttir eftirfarandi á Facebook: „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum - þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins." - bþs, sh /
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira