Mjög eindregið vantraust 17. desember 2010 05:45 Hjáseta þingmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í atkvæðagreiðslu um fjárlög er í raun yfirlýsing um að þeir styðji ekki lengur ríkisstjórnina. Þetta er mat Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við HÍ. Þrír þingmenn VG, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Gunnar Helgi kveðst ekki þekkja dæmi þess úr íslenskri stjórnmálasögu að stjórnarþingmenn styðji ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar. „Þetta er einsdæmi og þætti hvar sem er í nágrannalöndum okkar mjög djörf aðgerð. Ef framkvæmdarvaldið kemur til þingsins með fjárhagsáætlun sína og þingmaður hafnar þeirri fjárhagsáætlun, verður það að teljast mjög eindregið vantraust á forystu framkvæmdarvaldsins. Þannig að þetta jafngildir í raun yfirlýsingu viðkomandi þingmanna um að þeir séu hættir stuðningi við ríkisstjórnina," segir Gunnar Helgi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, gagnrýndi samflokksmenn sína harðlega og sagði ákvörðun þeirra áfall fyrir sig sem flokksformann og fjármálaráðherra. Þeir þyrftu nú að gera upp við sig hvort þeir styðji ríkisstjórnina. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, telur þremenningana nú til stjórnarandstöðunnar. „Ég met stöðu ríkisstjórnarinnar svo að hún hafi stuðning 32 þingmanna af 63 á Alþingi og þar af leiðandi eins manns meirihluta," sagði Þórunn í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég held að menn eigi ekkert að túlka þetta á annan veg en það er meint, sem jákvæð hvatning inn í stjórnmálin. Þannig hygg ég að þetta sé meint og þannig vil ég skilja þetta," sagði Ögmundur Jónasson í samtali við blaðið í gærkvöldi. Rangt sé að blása þessa stöðu upp sem meiri háttar vandamál. „Ég hvet til þess að í stað þess að túlka þetta inn í persónupólitík þá reyni menn að hefja sig upp úr því fari og horfa á þetta í samhengi málefnalegrar umræðu. Þá held ég að öllum liði miklu betur." Árni Þór Sigurðsson og Björn Valur Gíslason eru báðir harðorðir í garð samflokksmanna sinna þriggja. Björn Valur segir þá hafa sýnt samstarfsfólki sínu lítilsvirðingu. Fréttablaðið náði ekki tali af þremenningunum í gær. Í gærkvöldi ritaði Lilja Mósesdóttir eftirfarandi á Facebook: „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum - þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins." - bþs, sh / Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Hjáseta þingmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í atkvæðagreiðslu um fjárlög er í raun yfirlýsing um að þeir styðji ekki lengur ríkisstjórnina. Þetta er mat Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við HÍ. Þrír þingmenn VG, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Gunnar Helgi kveðst ekki þekkja dæmi þess úr íslenskri stjórnmálasögu að stjórnarþingmenn styðji ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar. „Þetta er einsdæmi og þætti hvar sem er í nágrannalöndum okkar mjög djörf aðgerð. Ef framkvæmdarvaldið kemur til þingsins með fjárhagsáætlun sína og þingmaður hafnar þeirri fjárhagsáætlun, verður það að teljast mjög eindregið vantraust á forystu framkvæmdarvaldsins. Þannig að þetta jafngildir í raun yfirlýsingu viðkomandi þingmanna um að þeir séu hættir stuðningi við ríkisstjórnina," segir Gunnar Helgi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, gagnrýndi samflokksmenn sína harðlega og sagði ákvörðun þeirra áfall fyrir sig sem flokksformann og fjármálaráðherra. Þeir þyrftu nú að gera upp við sig hvort þeir styðji ríkisstjórnina. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, telur þremenningana nú til stjórnarandstöðunnar. „Ég met stöðu ríkisstjórnarinnar svo að hún hafi stuðning 32 þingmanna af 63 á Alþingi og þar af leiðandi eins manns meirihluta," sagði Þórunn í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég held að menn eigi ekkert að túlka þetta á annan veg en það er meint, sem jákvæð hvatning inn í stjórnmálin. Þannig hygg ég að þetta sé meint og þannig vil ég skilja þetta," sagði Ögmundur Jónasson í samtali við blaðið í gærkvöldi. Rangt sé að blása þessa stöðu upp sem meiri háttar vandamál. „Ég hvet til þess að í stað þess að túlka þetta inn í persónupólitík þá reyni menn að hefja sig upp úr því fari og horfa á þetta í samhengi málefnalegrar umræðu. Þá held ég að öllum liði miklu betur." Árni Þór Sigurðsson og Björn Valur Gíslason eru báðir harðorðir í garð samflokksmanna sinna þriggja. Björn Valur segir þá hafa sýnt samstarfsfólki sínu lítilsvirðingu. Fréttablaðið náði ekki tali af þremenningunum í gær. Í gærkvöldi ritaði Lilja Mósesdóttir eftirfarandi á Facebook: „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum - þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins." - bþs, sh /
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira