Stofnanir brjóta lög um opinber innkaup Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. febrúar 2010 06:00 svínahraun Vegagerðin, Skógrækt ríkisins, Landspítalinn og Þjóðkirkjan eru meðal stofnana sem ný könnun Ríkisendurskoðunar um vinnulag við opinber innkaup náði ekki til þar sem þær nota önnur bókhaldskerfi en Orra, kerfi ríkisins. Fréttablaðið/valli „Með því að brjóta lög um opinber innkaup kunna stofnanir ríkisins að skapa ríkinu skaðabótaskyldu,“ segir Lárus Ögmundsson, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er sagður misbrestur á því að ríkisstofnanir fylgi ákvæðum laga um útboðsskyldu, verðsamanburð, gagnsæi og jafnræði í opinberum innkaupum. Lárus segir að virði stofnanir ekki, þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli, ákvæði laga um innkaup þá hljóti að vakna spurningin um hvort ekki verði að beita úrræðum starfsmannalaga á þá sem ekki sinni störfum sínum, lögum og reglum eða fyrirmælum. Allmörg dæmi eru sögð um að stofnanir fylgi ekki ákvæðum laga um að bjóða út innkaup þegar fjárhæðir fara yfir tiltekin mörk og um að bera saman verð þegar fjárhæðir eru undir þeim. „Að þessu leyti hafa stofnanir ekki gætt þess að leyfa öllum sem hafa til þess hæfni og getu að keppa um viðskiptin, líkt og lög kveða á um,“ segir í kynningu Ríkisendurskoðunar á niðurstöðum skýrslunnar. Könnuð voru viðskipti yfir hálfri milljón króna að verðmæti á tímabilinu janúar til október 2009. Gerðar voru athugasemdir við viðskipti 45 stofnana og fjárlagaliða við 104 birgja, eða 13 prósenta úrtaksins. Einungis voru undir stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins og náði könnunin því ekki til stofnana á borð við Skógrækt ríkisins, Vegagerðarinnar, Þjóðkirkjunnar, eða Landspítala – háskólasjúkrahúss. „En það er alls ekki ólíklegt að við gerum sambærilega könnun í öðrum kerfum, það kæmi vel til greina,“ segir Lárus og kveður niðurstöðurnar nú sýna að bæta megi vinnulag hjá opinberum stofnunum. „Þetta ber vott um dálítið agaleysi. Fram hjá því verður ekki horft.“ Meðal ráðlegginga Ríkisendurskoðunar til úrbóta er að fjármálaráðuneytið komi á fót miðlægum auglýsingavef „til að auka jafnræði og gagnsæi“. Þá mælist stofnunin til þess að mótaður verði gátlisti um verðkannanir innkaupa þegar þau eru undir viðmiðunarfjárhæðum. „Ef menn eru með gátlista þá er auðveldara að halda utan um hlutina,“ segir Lárus. Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
„Með því að brjóta lög um opinber innkaup kunna stofnanir ríkisins að skapa ríkinu skaðabótaskyldu,“ segir Lárus Ögmundsson, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er sagður misbrestur á því að ríkisstofnanir fylgi ákvæðum laga um útboðsskyldu, verðsamanburð, gagnsæi og jafnræði í opinberum innkaupum. Lárus segir að virði stofnanir ekki, þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli, ákvæði laga um innkaup þá hljóti að vakna spurningin um hvort ekki verði að beita úrræðum starfsmannalaga á þá sem ekki sinni störfum sínum, lögum og reglum eða fyrirmælum. Allmörg dæmi eru sögð um að stofnanir fylgi ekki ákvæðum laga um að bjóða út innkaup þegar fjárhæðir fara yfir tiltekin mörk og um að bera saman verð þegar fjárhæðir eru undir þeim. „Að þessu leyti hafa stofnanir ekki gætt þess að leyfa öllum sem hafa til þess hæfni og getu að keppa um viðskiptin, líkt og lög kveða á um,“ segir í kynningu Ríkisendurskoðunar á niðurstöðum skýrslunnar. Könnuð voru viðskipti yfir hálfri milljón króna að verðmæti á tímabilinu janúar til október 2009. Gerðar voru athugasemdir við viðskipti 45 stofnana og fjárlagaliða við 104 birgja, eða 13 prósenta úrtaksins. Einungis voru undir stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins og náði könnunin því ekki til stofnana á borð við Skógrækt ríkisins, Vegagerðarinnar, Þjóðkirkjunnar, eða Landspítala – háskólasjúkrahúss. „En það er alls ekki ólíklegt að við gerum sambærilega könnun í öðrum kerfum, það kæmi vel til greina,“ segir Lárus og kveður niðurstöðurnar nú sýna að bæta megi vinnulag hjá opinberum stofnunum. „Þetta ber vott um dálítið agaleysi. Fram hjá því verður ekki horft.“ Meðal ráðlegginga Ríkisendurskoðunar til úrbóta er að fjármálaráðuneytið komi á fót miðlægum auglýsingavef „til að auka jafnræði og gagnsæi“. Þá mælist stofnunin til þess að mótaður verði gátlisti um verðkannanir innkaupa þegar þau eru undir viðmiðunarfjárhæðum. „Ef menn eru með gátlista þá er auðveldara að halda utan um hlutina,“ segir Lárus.
Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira