Innlent

Villuljós á Breiðfirði aðfararnótt laugardags

MYND/Landhelgisgæslan

Varðskipið Týr fór aðfararnótt laugardagsins í leit á Breiðafirði því Landhelgisgæslunni hafði borist tilkynning um torkennilegt ljós eða eld suður af Flatey. Engir bátar áttu að vera á svæðinu að því er fram kemur á heimasíðu Gæslunnar og enginn bátur svaraði þegar kallað var eftir.

„Um hálftíma síðar sást ljósið ennþá, var þá ákveðið að kalla út björgunarbátinn á Rifi til að kanna málið," segir ennfremur, auk þess sem Týr fór á staðinn en skipið var statt á firðinum.

Þá fóru björgunarsveitir af norðanverðu Snæfellsnesi í að athuga hvort einhverja báta vantaði en ekkert kom út úr þeirri eftirgrennslan.

Leit var síðan hætt undir morgun og talið er líklegt að um villuljós úr landi hafi verið að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×