Innlent

Ólafur Ragnar sendi samúðarkveðjur til forseta Haítí

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson.

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur til forseta Haítí René Préval og tjáði honum stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla.

„Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem látist hafa og öllum sem glíma við afleiðingar þessara hörmulegu atburða," segir í bréfinu og þar sem forseti undirstrikar einnig mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið sýni íbúum Haítí öflugan stuðning.

Þá segir Ólafur Ragnar að íslensku björgunarsveitarmennirnir sem staddir eru á Haítí komi með mikla reynslu frá glímunni við afleiðingar jarðskjálfta víða um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×