Enski boltinn

Bale framlengir við Tottenham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Gareth Bale er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham Hotspur. Þessi welski landsliðsmaður verður því í herbúðum félagsins til ársins 2014.

Bale hefur staðið sig frábærlega í vetur og vakið athygli margra liða á sér. Man. Utd er talið vera á meðal þeirra liða sem hafa verið að skoða hann.

Þar sem Spurs er í toppmálum og á leið í Meistaradeildina á næstu leiktíð sá Bale enga ástæðu til annars en að semja aftur við félagið.

Bale er aðeins tvítugur að aldri. Hann var valinn leikmaður aprílmánaðar í ensku úrvalsdeildinni er hann skoraði sigurmörk gegn Arsenal og Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×