Enski boltinn

Fundur Benitez og stjórnarformannsins gekk vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Forráðamenn Liverpool segjast vera sáttir við fundinn með Rafa Benitez, stjóra liðsins, í gær. Benitez hittu þá tvo helstu stjórnarmenn félagsins á fundi um framtíð stjórans. Fundurinn er sagður hafa endað á jákvæðum nótum.

Hermt var að Benitez hefði margoft frestað þessum fundi en talið er að hann sé með tilboð frá Juventus í hendinni.

„Þetta var fyrsti fundurinn af mörgum hjá stjóranum, stjórnarformanninum og framkvæmdastjóranum. Fundurinn gekk í alla staði vel. Stjórnarformaðurinn greindi frá áætlunum sínum varðandi framtíð félagsins. Menn skiptust einnig á skoðunum," sagði talsmaður Liverpool.

Hinn nýi stjórnarformaður félagsins, Martin Broughton, á að sjá um finna kaupanda að félaginu og hann hefur lýst því yfir að hann vilji halda Rafa sem stjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×