Innlent

Björgunarsveitamenn í Grindavík leita að litlum fiskibáti

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík var kallað út í nótt, til að leita að litlum fiskibáti, sem hafði dottið út af sjálfvirku kerfi tilkynningaskyldunnar. Skipstjórinn, sem var einn um borð, svaraði heldur ekki í talstöð og var því farið að óttast um afdrif bátsins.

Í ljós kom að skipstjórinn hafði varpað ankeri út af Reykjanestá og lagt sig, en kerfinu slegið út um leið og hann festi blund. Það hefði svo sem verið allt í lagi, ef hann hefði ekki verið á miðri aðal siglingaleiðinni fyrir Reykjanes, og var honum gert að færa sig áður en hann legði sig aftur.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×