Enski boltinn

Cole gæti farið til Ítalíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Framtíð enska landsliðsmannsins Joe Cole hjá Chelsea er enn í lausu lofti. Leikmaðurinn verður samningslaus í sumar og fjölmörg félög hafa áhuga á að næla sér í þjónustu leikmannsins.

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segist fullviss um að Cole verði áfram í herbúðum félagsins. Hann segir að Cole muni setjast niður með forráðamönnum félagsins þegar tímabilinu lýkur.

Ancelotti hefur enga tryggingu fyrir því að Cole verði áfram og nú er því jafnvel spáð að hann fari til Ítalíu nái hann ekki samkomulagið við Chelsea.

Bæði Mílanóliðin, AC og Inter, eru á meðal þeirra liða sem hafa áhuga á þessum fyrrverandi leikmanni West Ham.

Ensk lið vilja einnig fá hann og nægir þar að nefna Man. Utd, Man. City, Liverpool og Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×