Innlent

Gefa þrettán tonn af fiski til bágstaddra

Útgerðarmenn rétta Íslendingum í fjárhagsvanda hjálparhönd.
Útgerðarmenn rétta Íslendingum í fjárhagsvanda hjálparhönd.
Útgerðir og fiskvinnslur á Íslandi í samstarfi við SM Kvótaþing og Eimskip gefa Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands þrettán tonn af fiski. Það jafngildir 52 þúsund matarskömmtum að því er segir í tilkynningu. Að auki gaf Eimskip Mæðrastyrksnefnd 1.750 þúsund krónur sem söfnuðust í skötuveislu fyrirtækisins.

Leitað var fyrir jólin til útgerðarfyrirtækja og fiskverkenda og annarra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi til að safna fiski fyrir Íslendinga í fjárhagsvanda. Auk fisksins fengust 700 flöskur af lýsi. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×