Lífið

Skottur á Kjarvalsstöðum

Hildur Hákonardóttir lóðsar gesti um sýninguna Með viljann að vopni á sunnudag.
Hildur Hákonardóttir lóðsar gesti um sýninguna Með viljann að vopni á sunnudag.
Hildur Hákonardóttir myndlistarkona tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Með viljanna að vopni á Kjarvalsstöðum klukkan 15 á sunnudag, en á sýningunni eru meðal annars verk eftir Hildi.

Leiðsögnin er liður í dagskrá í tilefni af kvennafrídeginum 25. október. Listasafn Reykjavíkur og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi, hafa ruglað saman reytum og skipulagt dagskrárveislu sem verður nokkurs konar upptaktur fyrir frídaginn. Margar af fremstu listakonum landsins hafið komið fram í daglegri dagskrá Kjarvalsstöðum frá klukkan 12.30 til 13, nema á sunnudögum þegar dagskráin hefst klukkan fimmtán.

Í hádeginu í dag bregða Alexía Björg Jóhannesdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir sér í gervi Pörupilta, sem leika við hvurn sinn fingur; á föstudag flytur Júlía Hannam flytur ljóð eftir Ingibjörgu Haralds; á laugardag leikur Þórunn Erna Clausen brot úr einleiknum Ferðasaga Guðríðar. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á listasafnreykjavíkur.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.