Misvísandi dómar skapa réttaróvissu 20. febrúar 2010 06:00 Lögreglan Óvissa ríkir um hvort lögreglustjóri megi rannsaka brot gegn lögreglumönnum í sínu umdæmi. Fimm hæstaréttardómarar munu kveða upp dóm í máli af því tagi á næstunni og þar með væntanlega leggja línuna. mynd úr safni Misvísandi dómar Hæstaréttar hafa valdið réttaróvissu þegar kemur til kasta héraðsdómstóla að dæma í brotamálum gegn lögreglumönnum. Tveimur málum af fjórum, af þessum toga, hefur Hæstiréttur nýlega vísað frá, þar sem þau voru rannsökuð í umdæmum lögreglumannanna sem brotið var á. Í hinum tveimur, sem einnig voru rannsökuð í umdæmi brotaþola, dæmdi Hæstiréttur. Í gær kom til ágreinings í dómsal Héraðsdóms Suðurlands vegna eins slíks máls. Þingfest var ákæra ríkissaksóknara á hendur ungri konu sem ráðist hafði á lögreglukonu. Héraðsdómari vakti máls á því hvort vísa ætti málinu frá héraðsdómi á þeim grundvelli að það lögregluembætti sem rannsakaði málið, það er lögreglan á Selfossi, hafi jafnframt verið sama embætti og lögreglukonan sem varð fyrir líkamsárásinni, starfaði hjá. Kynni það að hafa valdið vanhæfi lögreglustjórans á Selfossi til rannsóknar málsins og því hafi ríkissaksóknara ekki verið heimilt að höfða sakamál fyrir héraðsdómi á grundvelli slíkra rannsóknargagna vegna hins meinta brots. Við meðferð málsins í gær gerði ríkissaksóknari þá kröfu um að málinu yrði frestað þar til dómur Hæstaréttar lægi fyrir í öðru sams konar sakamáli réttarins um brot gegn valdstjórninni sem á að flytja fyrir Hæstarétti í maí næstkomandi. Fyrirhugað sé að fimm hæstaréttardómarar skipi dóm í því máli og megi þess vænta að skýrari afstaða Hæstaréttar liggi þá fyrir um hvernig fara skuli með rannsókn þessara mála. Var vísað til þess að réttaróvissa væri um meint vanhæfi og vísað til ofangreindra fjögurra ólíkra dóma Hæstaréttar. Verjandi konunnar mótmælti kröfu um að málinu yrði frestað og vildi að dómurinn vísaði því frá. Ríkissaksóknari mótmælti því að málinu yrði vísað frá dómi og krafðist þess að málið fengi frekari efnismeðferð fyrir héraðsdómi vegna framangreindrar réttaróvissu og vísaði meðal annars til þess að mánudaginn 8. febrúar síðastliðinn hefði verið kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi þar sem máli varðandi brot gegn valdstjórninni hefði ekki verið vísað frá héraðsdómi. Málið var tekið til úrskurðar í gær og beðið er uppkvaðningar dómara Héraðsdómsins á Suðurlandi. jss@frettabladid.is Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Misvísandi dómar Hæstaréttar hafa valdið réttaróvissu þegar kemur til kasta héraðsdómstóla að dæma í brotamálum gegn lögreglumönnum. Tveimur málum af fjórum, af þessum toga, hefur Hæstiréttur nýlega vísað frá, þar sem þau voru rannsökuð í umdæmum lögreglumannanna sem brotið var á. Í hinum tveimur, sem einnig voru rannsökuð í umdæmi brotaþola, dæmdi Hæstiréttur. Í gær kom til ágreinings í dómsal Héraðsdóms Suðurlands vegna eins slíks máls. Þingfest var ákæra ríkissaksóknara á hendur ungri konu sem ráðist hafði á lögreglukonu. Héraðsdómari vakti máls á því hvort vísa ætti málinu frá héraðsdómi á þeim grundvelli að það lögregluembætti sem rannsakaði málið, það er lögreglan á Selfossi, hafi jafnframt verið sama embætti og lögreglukonan sem varð fyrir líkamsárásinni, starfaði hjá. Kynni það að hafa valdið vanhæfi lögreglustjórans á Selfossi til rannsóknar málsins og því hafi ríkissaksóknara ekki verið heimilt að höfða sakamál fyrir héraðsdómi á grundvelli slíkra rannsóknargagna vegna hins meinta brots. Við meðferð málsins í gær gerði ríkissaksóknari þá kröfu um að málinu yrði frestað þar til dómur Hæstaréttar lægi fyrir í öðru sams konar sakamáli réttarins um brot gegn valdstjórninni sem á að flytja fyrir Hæstarétti í maí næstkomandi. Fyrirhugað sé að fimm hæstaréttardómarar skipi dóm í því máli og megi þess vænta að skýrari afstaða Hæstaréttar liggi þá fyrir um hvernig fara skuli með rannsókn þessara mála. Var vísað til þess að réttaróvissa væri um meint vanhæfi og vísað til ofangreindra fjögurra ólíkra dóma Hæstaréttar. Verjandi konunnar mótmælti kröfu um að málinu yrði frestað og vildi að dómurinn vísaði því frá. Ríkissaksóknari mótmælti því að málinu yrði vísað frá dómi og krafðist þess að málið fengi frekari efnismeðferð fyrir héraðsdómi vegna framangreindrar réttaróvissu og vísaði meðal annars til þess að mánudaginn 8. febrúar síðastliðinn hefði verið kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi þar sem máli varðandi brot gegn valdstjórninni hefði ekki verið vísað frá héraðsdómi. Málið var tekið til úrskurðar í gær og beðið er uppkvaðningar dómara Héraðsdómsins á Suðurlandi. jss@frettabladid.is
Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira