Enski boltinn

Raul á leið til Tottenham?

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham er sagt hafa mikinn áhuga á hinum reynslumikla Raul, leikmanni Real Madrid.

Raul hefur þurft að þola mikla bekkjarsetu í vetur og er talinn vera tilbúinn að yfirgefa Bernabeu þar sem hann hefur spilað allan sinn feril.

„Raul hefur alltaf haft áhuga á því að spila á Englandi. Hann hefur talað við vini sína bæði Fernando Morientes og Michel Salgado en þeir þekkja báðir til þar í landi. Báðir leikmennirnir hafa mælt með því að hann fari þangað," sagði góður vinur Raul við News of the world.

Það þykir líklegt að Raul þurfi að taka á sig talsverða launalækkun ef hann flytur sig um set en Harry Redknapp, stjóri Tottenham, sagði fyrr i vikunni að hann ætlaði sér að krækja í "einn sérstakan" leikmann fyrir næsta tímabil. Samkvæmt þessu lítur út fyrir að sá rétti sé fundinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×