200 ungir tónlistarmenn á götuna í júlí ef TÞM lokar 12. júní 2010 10:00 Danni segir að 140 milljónum hafi verið varið í uppbyggingu TÞM en 6 milljónir vantar til að geta starfað út árið. „Við gerðum allt rétt, en erum samt í djúpum skít," segir Danni Pollock, forsprakki TÞM. Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM) verður lokað 1. júlí ef hún nær ekki að fjármagna húsaleigu ársins. 12 milljónir kostar að leigja húsnæði TÞM úti á Granda á ári og Reykjavíkurborg greiðir helminginn af því. Landsbankinn styrkti starfsemina um hinar sex milljónirnar áður en bankinn féll í október árið 2008, en nú er svo komið að bæði sýslumaður og síðar héraðsdómur hafa úrskurðað að starfsemin verður borin út í sumar. „Félagsmenn hafa byggt TÞM upp frá 2002 og heildarupphæð sem hefur verið lögð í starfsemina er í kringum 140 milljónir," segir Danni. „Um 90 milljónir eru beint frá krökkunum sjálfum. Borgin er að reyna að spara sex milljónir með því að henda 140 milljónum." Danni furðar sig á því að þurfa styrki frá einkaaðilum til að reka TÞM, enda sé peningum dælt í íþróttir og aðrar tómstundir. Þá bendir hann á að hin Norðurlöndin verji háum fjárhæðum í starfsemi á borð við þessa. „Það er einfaldlega vegna þess að þau skilja þetta," segir hann. „TÞM hefur mikið forvarnargildi og er mikil bót fyrir samfélagið." Danni vill fá Reykjavík inn í reksturinn af fullum krafti og að borgin semji við eigendur hússins. Nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tekur við stjórnartaumum í Reykjavík á þriðjudag og því getur ný borgarstjórn ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en þá. Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segist þó alltaf hafa haldið með TÞM. „Ég hef stutt TÞM í gegnum árin," segir hann. „Ég og Danni höfum oft talað um TÞM. Sem dæmi þá æfði Björk fyrir Volta-túrinn þarna inni þannig að þetta húsnæði er alveg bráðnauðsynlegt.Í stuttu máli, þá er æskilegt að TÞM haldi lífi." Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
„Við gerðum allt rétt, en erum samt í djúpum skít," segir Danni Pollock, forsprakki TÞM. Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM) verður lokað 1. júlí ef hún nær ekki að fjármagna húsaleigu ársins. 12 milljónir kostar að leigja húsnæði TÞM úti á Granda á ári og Reykjavíkurborg greiðir helminginn af því. Landsbankinn styrkti starfsemina um hinar sex milljónirnar áður en bankinn féll í október árið 2008, en nú er svo komið að bæði sýslumaður og síðar héraðsdómur hafa úrskurðað að starfsemin verður borin út í sumar. „Félagsmenn hafa byggt TÞM upp frá 2002 og heildarupphæð sem hefur verið lögð í starfsemina er í kringum 140 milljónir," segir Danni. „Um 90 milljónir eru beint frá krökkunum sjálfum. Borgin er að reyna að spara sex milljónir með því að henda 140 milljónum." Danni furðar sig á því að þurfa styrki frá einkaaðilum til að reka TÞM, enda sé peningum dælt í íþróttir og aðrar tómstundir. Þá bendir hann á að hin Norðurlöndin verji háum fjárhæðum í starfsemi á borð við þessa. „Það er einfaldlega vegna þess að þau skilja þetta," segir hann. „TÞM hefur mikið forvarnargildi og er mikil bót fyrir samfélagið." Danni vill fá Reykjavík inn í reksturinn af fullum krafti og að borgin semji við eigendur hússins. Nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tekur við stjórnartaumum í Reykjavík á þriðjudag og því getur ný borgarstjórn ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en þá. Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segist þó alltaf hafa haldið með TÞM. „Ég hef stutt TÞM í gegnum árin," segir hann. „Ég og Danni höfum oft talað um TÞM. Sem dæmi þá æfði Björk fyrir Volta-túrinn þarna inni þannig að þetta húsnæði er alveg bráðnauðsynlegt.Í stuttu máli, þá er æskilegt að TÞM haldi lífi."
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög