Innlent

Lögreglan bjargaði andarungum

Andarungarnir brugðu sér í bæinn en var fljótlega skilað aftur niður á tjörn. Mynd úr safni.
Andarungarnir brugðu sér í bæinn en var fljótlega skilað aftur niður á tjörn. Mynd úr safni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu björguðu andarungum og móður þeirra í hádeginu í dag. Fjölskyldan hafði villst af leið og hélt til í bakgarði á Frakkastígnum.

Tveir lögreglubílar mættu á vettvang og nokkrir lögregluþjónar sem náðu að safna fjölskyldumeðlimunum saman í kassa. Síðan var þeim ekið niður að tjörn þar sem fjölskyldan komst loksins í vatn.

Að sögn varðstjóra gekk björgunaraðgerðin vel og heilsast öllum ágætlega.


Tengdar fréttir

Ætlaði að koma pabba á óvart á afmælisdaginn

Snemma síðastliðinn laugardagsmorgun bárust lögreglunni nokkrar tilkynningar um unga telpu sem væri á gangi með sparibauk undir hendinni við eina aðal umferðargötuna í Garðabæ. Lögreglumaður á vakt fór að leita af stúlkunni en fann hana ekki fyrr en hann ákvað að líta inn í verslun Hagkaups sem er í næsta nágrenni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×