Enski boltinn

Mancini: Við eigum eftir einn undanúrslitaleik og einn úrslitaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar greinilega að treysta á það að Aston Villa verði að vinna á Eastlands í dag þegar liðin mætast í einum af lykilleikjunum í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina. Stórleikur dagsins er á milli Manchester City og Aston Villa og hefst hann klukkan 14.00.

„Við eigum eftir einn undanúrslitaleik og einn úrslitaleik. Við verðum að vinna Aston Villa og öll einbeiting okkar verður að vera á þeim leik. Ef við vinnum Aston Villa þá getum við farið að hugsa um leikinn okkar á móti Tottenham," sagði Roberto Mancini.

„Ég bjóst alltaf við því að Liverpool og Aston Villa myndu berjast við okkur og Tottenham allt til enda tímabilsins. En Liverpool og Aston Villa hafa bæði leikið leik meira en við og það skiptir miklu máli núna," sagði

Mancini sem einbeitir sér að ná réttum úrslitum þessa dagana frekar en að spila einhvern flottan fótbolta.

„Við verðum að verjast vel í þessum leik. Ég veit ekki hvort að við munum spila vel en það er mikilvægt að við vinnum. Við verðum að spila eins og lið eins og við gerðum á móti Arsenal," sagði Mancini en Manchester City gerði markalaust jafntefli við Arsenal um síðustu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×