Styður ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar 10. júní 2010 11:56 Mynd/GVA Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að styðja frumvarp forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Tveir aðrir þingmenn Vinstri grænna hafa einnig lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Í frumvarpi forsætisráðherra er gert ráð fyrir því að iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið sameinist í eitt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið sameinast í velferðarráðuneyti og þá verður til nýtt innanríkisráðuneyti við sameiningu dómsmálaráðuneytis og samgönguráðuneytis. Gert er ráð fyrir því að breytingarnar spari um 360 milljónir króna á ári. Þverpólitísk nefnd mun fjalla um frumvarpið í sumar en ekki þykir líklegt að frumvarpið verði orðið að lögum fyrr en í haust. Jón er ósáttur við frumvarpið. „Ég hef lagst gegn því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið verði lagt niður og hef talið það óskynsamlegt og hið mesta óráð. Það hvílir mikið á þessum atvinnugreinum núna og ímynd þeirra meðal þjóðarinnar skiptir miklu máli. Evrópusambandsumsóknin hvílir líka mjög á þessu ráðuneyti og sú umsókn er mörgum mjög þung í skauti. Ef menn ætla að leggja niður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í miðju ESB-ferli þá hef ég sagt að það gangi ekki," segir Jón. Tveir aðrir þingmenn vinstri grænna greiddu atkvæði gegn frumvarpinu þegar þingflokkurinn tók afstöðu til málsins. Jón Bjarnason segir að frumvarpið sé illa unnið. Gagnrýnin snúist ekki um hans persónu. „Nei, alls ekki. Ég er fyrst og fremst að hlusta á þau rök sem koma fram frá fjölda samtaka í þessum atvinnugreinum. Frá grasrótinni í flokkunum. Við höfum ýmislegt annað að gera en að setja þetta í uppnám," Tengdar fréttir Ætla að fækka ráðuneytum á næsta ári Frumvarp um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu var lagt fram á Alþingi í gær. Það var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem lagði frumvarpið fram, en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi á næsta ári. 10. júní 2010 06:00 „Þetta er pólitísk hýðing“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kunni að hirta ráðherrana sína og niðurlægja þá þegar svo beri undir. Tilefni þessar yfirlýsingar er frumvarp um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu sem var lagt fram á Alþingi í gær. 10. júní 2010 10:48 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að styðja frumvarp forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Tveir aðrir þingmenn Vinstri grænna hafa einnig lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Í frumvarpi forsætisráðherra er gert ráð fyrir því að iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið sameinist í eitt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið sameinast í velferðarráðuneyti og þá verður til nýtt innanríkisráðuneyti við sameiningu dómsmálaráðuneytis og samgönguráðuneytis. Gert er ráð fyrir því að breytingarnar spari um 360 milljónir króna á ári. Þverpólitísk nefnd mun fjalla um frumvarpið í sumar en ekki þykir líklegt að frumvarpið verði orðið að lögum fyrr en í haust. Jón er ósáttur við frumvarpið. „Ég hef lagst gegn því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið verði lagt niður og hef talið það óskynsamlegt og hið mesta óráð. Það hvílir mikið á þessum atvinnugreinum núna og ímynd þeirra meðal þjóðarinnar skiptir miklu máli. Evrópusambandsumsóknin hvílir líka mjög á þessu ráðuneyti og sú umsókn er mörgum mjög þung í skauti. Ef menn ætla að leggja niður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í miðju ESB-ferli þá hef ég sagt að það gangi ekki," segir Jón. Tveir aðrir þingmenn vinstri grænna greiddu atkvæði gegn frumvarpinu þegar þingflokkurinn tók afstöðu til málsins. Jón Bjarnason segir að frumvarpið sé illa unnið. Gagnrýnin snúist ekki um hans persónu. „Nei, alls ekki. Ég er fyrst og fremst að hlusta á þau rök sem koma fram frá fjölda samtaka í þessum atvinnugreinum. Frá grasrótinni í flokkunum. Við höfum ýmislegt annað að gera en að setja þetta í uppnám,"
Tengdar fréttir Ætla að fækka ráðuneytum á næsta ári Frumvarp um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu var lagt fram á Alþingi í gær. Það var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem lagði frumvarpið fram, en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi á næsta ári. 10. júní 2010 06:00 „Þetta er pólitísk hýðing“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kunni að hirta ráðherrana sína og niðurlægja þá þegar svo beri undir. Tilefni þessar yfirlýsingar er frumvarp um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu sem var lagt fram á Alþingi í gær. 10. júní 2010 10:48 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Ætla að fækka ráðuneytum á næsta ári Frumvarp um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu var lagt fram á Alþingi í gær. Það var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem lagði frumvarpið fram, en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi á næsta ári. 10. júní 2010 06:00
„Þetta er pólitísk hýðing“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kunni að hirta ráðherrana sína og niðurlægja þá þegar svo beri undir. Tilefni þessar yfirlýsingar er frumvarp um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu sem var lagt fram á Alþingi í gær. 10. júní 2010 10:48