Enski boltinn

Milner tryggði Villa sigur gegn Birmingham

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
James Milner tryggði sigurinn úr vítaspyrnu.
James Milner tryggði sigurinn úr vítaspyrnu.

Aston Villa sigraði Birmingham 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Aston Villa stálu sigrinum undir lokin úr vítaspyrnu en markið kom á 83 mínútu leiksins.

Gabriel Agbonlahor framherji Villa var sparkaður niður eftir að hafa sloppið í gegn og vítaspyrna réttilega dæmd. James Milner fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Eftir leikinn í dag sitja Villa í fjórða sæti deildarinnar ásamt Tottenham með 64 stig og mikilvægur sigur þeirra í dag heldur meistaradeildarsætis vonum þeirra á lofti. City fylgja hart á eftir í fimmta sæti með 63 stig en þeir sem og Tottenham eiga leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×