Enski boltinn

Neyðarkall frá City - sækja um undanþágu til að fá markmann að láni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen. Mynd/AFP

Manchester City hefur lagt inn beiðni til stjórnar ensku úrvalsdeildarinnar um að félagið fái undanþágu til að fá markmann að láni fyrir lokasprettinn í deildinni. Shay Given fór úr axlarlið á móti Arsenal um helgina og eini heili markvörður liðsins er færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen.

Það þykir líklegt að Roberto Mancini, stjóri Manchester City, fái jákvætt svar og geti kallað til nýjan markmann en eins og staðan er í dag þá hefur hann engan varamarkmann til taks og aðalmarkmaðurinn er búinn að spila í samtals í 17 mínútur í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester City er í harðri baráttu við Tottenham, Aston Villa og Liverpool um fjórða sætið í deildinni en það er síðasta sætið sem hefur sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Stuart Taylor er meiddur á hné og Joe Hart er á láni hjá Birmingham. Gunnar Nielsen hafði ekkert spilað í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Shay Given þegar hann meiddist á móti Arsenal.

Við Íslendingar eigum aðeins í eina virka markamanninum hjá Manchester City. Gunnar Nielsen er fæddur og uppalinn í Færeyjum en móðir hans er íslensk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×