Enski boltinn

Aron Einar og Heiðar Helguson á skotskónum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Heiðar skoraði með góðu skoti gegn Reading.
Heiðar skoraði með góðu skoti gegn Reading. Getty Images
Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrir Coventry sem gerði 1-1 jafntefli við Middlesbrough í ensku Championship deildinni í dag. Þá skoraði Heiðar Helguson í 3-0 sigri Watford á Reading.

Gylfi Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Reading en Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum. Mark Heiðar var með hnitmiðuðu skoti neðst í vinstra hornið úr vítateignum.

Aron þrumaði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi eftir barning í teignum.

Newcastle komst ekki yfir 100 stiga múrinn en liðið gerði 2-2 jafntefli í dag. Félagið er því með 99 stig fyrir lokaumferðina í deildinni en það er komið upp um deild ásamt WBA.

Ármann Smári Björnsson sat á varamannabekk Hartlepool allan leikinn í 3-1 tapi á útivelli gegn Walsall í ensku 2. deildinni.

Úrslit dagsins úr ensku 1. deildinni:

Barnsley 0 - 1 Queens Park R.

Bristol C. 2 - 1 Derby County

Cardiff C. 3 - 2 Sheffield W.

Doncaster R. 4 - 3 Scunthorpe U.

Middlesbrough 1 - 1 Coventry C.

Newcastle U. 2 - 2 Ipswich T.

Nottingham F. 3 - 0 Plymouth Argyle

Peterborough U. 0 - 1 Blackpool

Preston North End 0 - 1 Leicester C.

Sheffield U. 2 - 0 Swansea C.

Watford 3 - 0 Reading








Fleiri fréttir

Sjá meira


×