Innlent

Opnað senn í Laugaskarði

Sundlaug Hvergerðinga er vinsæl enda er hún glæsilegt mannvirki í fallegu umhverfi.
Sundlaug Hvergerðinga er vinsæl enda er hún glæsilegt mannvirki í fallegu umhverfi.

Viðgerð og málun á laugarkeri sundlaugarinnar í Laugaskarði er lokið að því er kemur fram á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Áætlað er að opna sundlaugina aftur á næstkomandi föstudag.

„Verkið gekk mjög vel enda veðurfar hagstætt meira og minna allan verktímann. Ákveðið var að byggja yfir laugarkerið sem flýtti verulega verktímanum,“ segir á hveragerdi.is. Nú er verið að setja dúk á veggi laugarkersins.

Þess má geta fyrir sundáhugamenn á Suðurlandi að frítt verður í sund laugardaginn 12. júní á Selfossi og Stokkseyri vegna hátíðarinnar „Kótilettunnar“. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×