Vildi heimildarmann gegn kröfu um fésekt 2. febrúar 2010 06:15 Óskar Hrafn Þorvaldsson. Fréttastjóri Stöðvar 2 segist velta fyrir sér hvort saksóknari reki mál gegn fréttastofunni vegna særðs stolts eftir fréttir af mistökum í sönnunarfærslu.Fréttablaðið/Anton Ríkissaksóknari vill að Héraðsdómur Reykjaness leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi um meint mansal á litháískri stúlku til Íslands. „Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari bauð mér að sektarkrafan yrði felld niður gegn því að við létum hana hafa nöfn heimildarmanna okkar. Það kom auðvitað ekki til greina,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2. Kolbrún staðfestir að hún hafi boðist til að falla frá því að setja fram sektarkröfuna ef Óskar upplýsti um heimildarmenn Stöðvar 2. Þetta hafi hún sagt þegar Óskar hringdi í hana eftir að hún óskaði eftir upptökum af fréttum um málið. „Ég sagði að þá myndi ég ekki gera þessa kröfu. En ég veit að sjálfsögðu ekki hvað dómarinn myndi gera því samkvæmt lögum getur hann lagt á réttarfarssektir að eigin frumkvæði.“ Óskar hafði kært úrskurð dómara um að þinghaldið yrði lokað en Hæstiréttur vísaði kærunni frá. Ljóst er að upplýsingar fréttastofunnar úr þinghaldinu eru frá einhverjum sem var viðstaddur. Aðspurð hvort reyna eigi að finna þann sem upplýsti Stöð 2 um það sem fram fór í héraðsdómi segir Kolbrún það vera í vinnslu. „En ég veit ekki hvort það skili árangri. Ef fréttamennirnir upplýsa ekki um sína heimildarmenn er auðvitað mjög erfitt að rannsaka það,“ svarar hún. Óskar Hrafn viðurkennir að Stöð 2 hafi brotið gegn lögunum. „En það var óviljandi gert og við munum að sjálfsögðu greiða þá sekt sem við kunnum að verða dæmdir í. Hins vegar velti ég fyrir mér ástæðunni fyrir þessum málarekstri gegn okkur. Við birtum frétt af framburði stúlkunnar á þriðjudagskvöld án þess að athugasemdir væru gerðar við það. Á miðvikudagskvöldið birtum við síðan frétt um að þinghaldinu hafi verið frestað að kröfu saksóknarans vegna galla í sönnunarfærslu hans. Strax morguninn eftir kom þessi sektarkrafa fram. Það skyldi þó ekki vera að sært stolt saksóknarans vegi þyngra í þessu máli heldur en umhyggja hennar fyrir 11. grein laga um meðferð sakamála?“ segir Óskar. Kolbrún vísar á bug fullyrðingum Óskars um sært stolt. „Þetta finnst mér ómálefnalegt. Ég er einfaldlega að vinna mína vinnu,“ segir saksóknarinn sem bætir við að eftirleiðis muni annar saksóknari við embættið fylgja sektarmálinu eftir. gar@frettabladid.is Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Ríkissaksóknari vill að Héraðsdómur Reykjaness leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi um meint mansal á litháískri stúlku til Íslands. „Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari bauð mér að sektarkrafan yrði felld niður gegn því að við létum hana hafa nöfn heimildarmanna okkar. Það kom auðvitað ekki til greina,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2. Kolbrún staðfestir að hún hafi boðist til að falla frá því að setja fram sektarkröfuna ef Óskar upplýsti um heimildarmenn Stöðvar 2. Þetta hafi hún sagt þegar Óskar hringdi í hana eftir að hún óskaði eftir upptökum af fréttum um málið. „Ég sagði að þá myndi ég ekki gera þessa kröfu. En ég veit að sjálfsögðu ekki hvað dómarinn myndi gera því samkvæmt lögum getur hann lagt á réttarfarssektir að eigin frumkvæði.“ Óskar hafði kært úrskurð dómara um að þinghaldið yrði lokað en Hæstiréttur vísaði kærunni frá. Ljóst er að upplýsingar fréttastofunnar úr þinghaldinu eru frá einhverjum sem var viðstaddur. Aðspurð hvort reyna eigi að finna þann sem upplýsti Stöð 2 um það sem fram fór í héraðsdómi segir Kolbrún það vera í vinnslu. „En ég veit ekki hvort það skili árangri. Ef fréttamennirnir upplýsa ekki um sína heimildarmenn er auðvitað mjög erfitt að rannsaka það,“ svarar hún. Óskar Hrafn viðurkennir að Stöð 2 hafi brotið gegn lögunum. „En það var óviljandi gert og við munum að sjálfsögðu greiða þá sekt sem við kunnum að verða dæmdir í. Hins vegar velti ég fyrir mér ástæðunni fyrir þessum málarekstri gegn okkur. Við birtum frétt af framburði stúlkunnar á þriðjudagskvöld án þess að athugasemdir væru gerðar við það. Á miðvikudagskvöldið birtum við síðan frétt um að þinghaldinu hafi verið frestað að kröfu saksóknarans vegna galla í sönnunarfærslu hans. Strax morguninn eftir kom þessi sektarkrafa fram. Það skyldi þó ekki vera að sært stolt saksóknarans vegi þyngra í þessu máli heldur en umhyggja hennar fyrir 11. grein laga um meðferð sakamála?“ segir Óskar. Kolbrún vísar á bug fullyrðingum Óskars um sært stolt. „Þetta finnst mér ómálefnalegt. Ég er einfaldlega að vinna mína vinnu,“ segir saksóknarinn sem bætir við að eftirleiðis muni annar saksóknari við embættið fylgja sektarmálinu eftir. gar@frettabladid.is
Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira