Innlent

Andlit eldgossins

Þarna er sökudólgurinn sem spúir gosösku yfir hálfa Evrópu.
Þarna er sökudólgurinn sem spúir gosösku yfir hálfa Evrópu.

Þessi magnaða mynd sem tekin var með sérstakri myndavél um borð í vél Landhelgisgæslunnar TF-SIF í gær. Myndin sýnir þrjú megin gosop eldgossins á Eyjafjallajökli. Gosopin eru 200 til 500 metrar í þvermál.

Myndin minnir óneitanlega á andlit einhverskonar forynju sem hefur brotið sér leið úr iðrum jarðar og er nú að spúa eldi og brennisteini út í andrúmslofið. Afleiðingarnar eru mestu samgönguraskanir í Evrópu á friðartímum.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.