Enski boltinn

Rafael Benítez hrósaði David Ngog fyrir leikinn í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Ngog.
David Ngog. Mynd/AP

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, var ánægður með franska framherjann David Ngog sem leysti af Fernando Torres í 3-0 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. David Ngog skoraði annað mark liðsins en þetta var áttunda markið hans á tímabilinu í öllum keppnum.

„Það búast allir við að hann spili eins og Torres en hann er augljóslega allt öðruvísi leikmaður sem hreyfir sig öðruvísi á vellinum. Hann hefur sýnt það að hann getur skorað mörk," sagði Rafael Benítez.

„Hann er náttúrulega ekki öflugur og Fernando en hann er ungur leikmaður sem er að reyna sitt besta og ég hef trú á honum," sagði Benítez.

„Hann stóð sig vel í þessum leik.Hann er búinn að skora átta mörk á tímabilinu sem er ekki slæmt fyrir ekki eldri leikmann. Hann er klókur leikmaður en hann þarf að treysta mikið á liðið á bak við sig. Ef liðið spilar vel þá skorar hann mörk," sagði Benítez og bætir við:

„Hann er búinn að bæta sig mikið en það er nóg pláss fyrir enn frekari bætingu. Það sem hægt að sjá svo margt hjá honum sem hann er að gera miklu betur en í fyrra," sagði Benítez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×