Sakaður um að hvetja til innbrota hjá ráðamönnum Valur Grettisson skrifar 15. október 2010 11:54 Steinar Immanúel Sörensen „Mér var gefin réttarstaða grunaðs manns," segir Steinar Immanúel Sörensson, mótmælandi og gullsmíðanemi, en hann segir rannsóknarlögregluna hafa tekið af sér skýrslu í Grafarvogi í gær. Ástæðan er mótmælaboð Steinars sem finna má á Facebook. Þar segir meðal annars orðrétt: „Þar sem ráðamenn eru ekki að átta sig á þvi að fólk hér er að lenda á götunni heimilislaust - var mér bent á þá hugmynd að fólk tæki sig til að settist að hjá þeim til þess að hafa þak yfir höfðið. Ég er til." „Þeir sögðust túlka þetta sem hvatningu til þess að brjótast inn til ráðmannanna, sem er ég er ekki að gera," segir Steinar sem hefur verið mjög virkur í mótmælunum undanfarið. Hann skipulagði meðal annars svefnmótmælin auk þess sem hann tók þátt í tunnubyltingunni þar sem hátt í tíu þúsund mótmælendur komu saman. Steinar segist hafa hent skilaboðunum á samskiptavefnum upp í gríni en einnig til þess að árétta fyrir stjórnmálamönnum um hvað mótmælin snérust. Steinar ræddi við rannsóknarlögreglumennina í bifreið í Spönginni í Grafarvogi. Ástæðan var sú að lögreglan hafði samband við hann þegar þeir voru á leiðinni til Keflavíkur, þar sem Steinar býr. Hann hafi hinsvegar þá verið staddur í Spönginni, þar sem hann hitti þá að lokum. Steinar hefur verið virkur í tunnumótmælunum. „Þeir sögðu mér að þeir hefðu fengið tilkynningu um að ég hefði verið að þvælast í kringum Seðlabankann og menntamálaráðuneytið í síðustu viku sem er ekki satt. Ég var þá heima hjá fjölskyldunni," segir Steinar sem er ósáttur við að slíkar sakir séu bornar upp á hann. Steinar segir málið frekar spaugilegt heldur en hitt. Hann sé aðeins að hvetja til friðsamra mótmæla og því finnst honum skjóta skökku við að hann sé kominn í tölu grunaðra manna hjá lögreglunni. „Mér finnst allt í lagi að mótmæla með friðsömum hætti. Og það var enginn illur vilji á bak við þetta mótmælaboð," segir Steinar sem er gáttaður á viðbrögðum lögreglunnar sem hann telur full harkaleg. Þess má geta að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er með lífvörð vegna mótmælabylgjunnar sem hefur riðið yfir síðastliðna daga. Sá er sérsveitarmaður á vegum Ríkislögreglustjóra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er ekki með sérstaka fylgd vegna ástandsins. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Mér var gefin réttarstaða grunaðs manns," segir Steinar Immanúel Sörensson, mótmælandi og gullsmíðanemi, en hann segir rannsóknarlögregluna hafa tekið af sér skýrslu í Grafarvogi í gær. Ástæðan er mótmælaboð Steinars sem finna má á Facebook. Þar segir meðal annars orðrétt: „Þar sem ráðamenn eru ekki að átta sig á þvi að fólk hér er að lenda á götunni heimilislaust - var mér bent á þá hugmynd að fólk tæki sig til að settist að hjá þeim til þess að hafa þak yfir höfðið. Ég er til." „Þeir sögðust túlka þetta sem hvatningu til þess að brjótast inn til ráðmannanna, sem er ég er ekki að gera," segir Steinar sem hefur verið mjög virkur í mótmælunum undanfarið. Hann skipulagði meðal annars svefnmótmælin auk þess sem hann tók þátt í tunnubyltingunni þar sem hátt í tíu þúsund mótmælendur komu saman. Steinar segist hafa hent skilaboðunum á samskiptavefnum upp í gríni en einnig til þess að árétta fyrir stjórnmálamönnum um hvað mótmælin snérust. Steinar ræddi við rannsóknarlögreglumennina í bifreið í Spönginni í Grafarvogi. Ástæðan var sú að lögreglan hafði samband við hann þegar þeir voru á leiðinni til Keflavíkur, þar sem Steinar býr. Hann hafi hinsvegar þá verið staddur í Spönginni, þar sem hann hitti þá að lokum. Steinar hefur verið virkur í tunnumótmælunum. „Þeir sögðu mér að þeir hefðu fengið tilkynningu um að ég hefði verið að þvælast í kringum Seðlabankann og menntamálaráðuneytið í síðustu viku sem er ekki satt. Ég var þá heima hjá fjölskyldunni," segir Steinar sem er ósáttur við að slíkar sakir séu bornar upp á hann. Steinar segir málið frekar spaugilegt heldur en hitt. Hann sé aðeins að hvetja til friðsamra mótmæla og því finnst honum skjóta skökku við að hann sé kominn í tölu grunaðra manna hjá lögreglunni. „Mér finnst allt í lagi að mótmæla með friðsömum hætti. Og það var enginn illur vilji á bak við þetta mótmælaboð," segir Steinar sem er gáttaður á viðbrögðum lögreglunnar sem hann telur full harkaleg. Þess má geta að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er með lífvörð vegna mótmælabylgjunnar sem hefur riðið yfir síðastliðna daga. Sá er sérsveitarmaður á vegum Ríkislögreglustjóra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er ekki með sérstaka fylgd vegna ástandsins.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira