Sakaður um að hvetja til innbrota hjá ráðamönnum Valur Grettisson skrifar 15. október 2010 11:54 Steinar Immanúel Sörensen „Mér var gefin réttarstaða grunaðs manns," segir Steinar Immanúel Sörensson, mótmælandi og gullsmíðanemi, en hann segir rannsóknarlögregluna hafa tekið af sér skýrslu í Grafarvogi í gær. Ástæðan er mótmælaboð Steinars sem finna má á Facebook. Þar segir meðal annars orðrétt: „Þar sem ráðamenn eru ekki að átta sig á þvi að fólk hér er að lenda á götunni heimilislaust - var mér bent á þá hugmynd að fólk tæki sig til að settist að hjá þeim til þess að hafa þak yfir höfðið. Ég er til." „Þeir sögðust túlka þetta sem hvatningu til þess að brjótast inn til ráðmannanna, sem er ég er ekki að gera," segir Steinar sem hefur verið mjög virkur í mótmælunum undanfarið. Hann skipulagði meðal annars svefnmótmælin auk þess sem hann tók þátt í tunnubyltingunni þar sem hátt í tíu þúsund mótmælendur komu saman. Steinar segist hafa hent skilaboðunum á samskiptavefnum upp í gríni en einnig til þess að árétta fyrir stjórnmálamönnum um hvað mótmælin snérust. Steinar ræddi við rannsóknarlögreglumennina í bifreið í Spönginni í Grafarvogi. Ástæðan var sú að lögreglan hafði samband við hann þegar þeir voru á leiðinni til Keflavíkur, þar sem Steinar býr. Hann hafi hinsvegar þá verið staddur í Spönginni, þar sem hann hitti þá að lokum. Steinar hefur verið virkur í tunnumótmælunum. „Þeir sögðu mér að þeir hefðu fengið tilkynningu um að ég hefði verið að þvælast í kringum Seðlabankann og menntamálaráðuneytið í síðustu viku sem er ekki satt. Ég var þá heima hjá fjölskyldunni," segir Steinar sem er ósáttur við að slíkar sakir séu bornar upp á hann. Steinar segir málið frekar spaugilegt heldur en hitt. Hann sé aðeins að hvetja til friðsamra mótmæla og því finnst honum skjóta skökku við að hann sé kominn í tölu grunaðra manna hjá lögreglunni. „Mér finnst allt í lagi að mótmæla með friðsömum hætti. Og það var enginn illur vilji á bak við þetta mótmælaboð," segir Steinar sem er gáttaður á viðbrögðum lögreglunnar sem hann telur full harkaleg. Þess má geta að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er með lífvörð vegna mótmælabylgjunnar sem hefur riðið yfir síðastliðna daga. Sá er sérsveitarmaður á vegum Ríkislögreglustjóra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er ekki með sérstaka fylgd vegna ástandsins. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
„Mér var gefin réttarstaða grunaðs manns," segir Steinar Immanúel Sörensson, mótmælandi og gullsmíðanemi, en hann segir rannsóknarlögregluna hafa tekið af sér skýrslu í Grafarvogi í gær. Ástæðan er mótmælaboð Steinars sem finna má á Facebook. Þar segir meðal annars orðrétt: „Þar sem ráðamenn eru ekki að átta sig á þvi að fólk hér er að lenda á götunni heimilislaust - var mér bent á þá hugmynd að fólk tæki sig til að settist að hjá þeim til þess að hafa þak yfir höfðið. Ég er til." „Þeir sögðust túlka þetta sem hvatningu til þess að brjótast inn til ráðmannanna, sem er ég er ekki að gera," segir Steinar sem hefur verið mjög virkur í mótmælunum undanfarið. Hann skipulagði meðal annars svefnmótmælin auk þess sem hann tók þátt í tunnubyltingunni þar sem hátt í tíu þúsund mótmælendur komu saman. Steinar segist hafa hent skilaboðunum á samskiptavefnum upp í gríni en einnig til þess að árétta fyrir stjórnmálamönnum um hvað mótmælin snérust. Steinar ræddi við rannsóknarlögreglumennina í bifreið í Spönginni í Grafarvogi. Ástæðan var sú að lögreglan hafði samband við hann þegar þeir voru á leiðinni til Keflavíkur, þar sem Steinar býr. Hann hafi hinsvegar þá verið staddur í Spönginni, þar sem hann hitti þá að lokum. Steinar hefur verið virkur í tunnumótmælunum. „Þeir sögðu mér að þeir hefðu fengið tilkynningu um að ég hefði verið að þvælast í kringum Seðlabankann og menntamálaráðuneytið í síðustu viku sem er ekki satt. Ég var þá heima hjá fjölskyldunni," segir Steinar sem er ósáttur við að slíkar sakir séu bornar upp á hann. Steinar segir málið frekar spaugilegt heldur en hitt. Hann sé aðeins að hvetja til friðsamra mótmæla og því finnst honum skjóta skökku við að hann sé kominn í tölu grunaðra manna hjá lögreglunni. „Mér finnst allt í lagi að mótmæla með friðsömum hætti. Og það var enginn illur vilji á bak við þetta mótmælaboð," segir Steinar sem er gáttaður á viðbrögðum lögreglunnar sem hann telur full harkaleg. Þess má geta að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er með lífvörð vegna mótmælabylgjunnar sem hefur riðið yfir síðastliðna daga. Sá er sérsveitarmaður á vegum Ríkislögreglustjóra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er ekki með sérstaka fylgd vegna ástandsins.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent