Enski boltinn

Samba tryggði Blackburn sigur á Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Dunn fagnar fyrra marki Blackburn í leiknum.
David Dunn fagnar fyrra marki Blackburn í leiknum. Nordic Photos / Getty Images

Christopher Samba var hetja Blackburn er hann tryggði sínum mönnum 2-1 sigur á Arsenal á heimavelli í kvöld.

Öll þrjú mörk leiksins voru skoruð af stuttu færi. Fyrst kom Robin van Persie Arsenal yfir með skalla eftir að Bacary Sagna hafði fleytt knettinum áfram inn í markteig eftir hornspyrnu.

En David Dunn jafnaði með skoti af mjög stuttu færi eftir að vörn Arsenal misstókst að hreinsa frá hornspyrnu heimamanna.

Blackburn átti nokkur góð færi eftir þetta en það var ekki fyrr en að Samba skallaði knöttinn í mark eftir enn einu hornspyrnuna að liðinu tókst að ná forystunni í leiknum.

Arsenal hefði getað gulltryggt þriðja sætið í deildinni með sigrinum en liðið er með fimm stiga forystu á Tottenham sem er í fjórða sætinu og á leik til góða fyrir lokaumferðina um næstu helgi.

Blackburn er nú í tíunda sætinu með 47 stig og hoppaði þar með upp um þrjú sæti. Liðið á varla möguleika á að fara hærra í töflunni en það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×