Erlent

Ósáttur við afvopnun Evrópu

Robert Gates
Robert Gates

Andúð Evrópubúa á hernaði kemur í veg fyrir að Atlantshafsbandalagið geti sinnt stríðsrekstri sínum svo vel sé. Þetta segir Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á fundi í Washington með yfirmönnum úr herjum Evrópuríkja.

„Afvopnun Evrópu,“ segir hann, „hefur þróast úr því að vera blessun á 20. öldinni yfir í að hamla því að raunverulegt öryggi og varanlegur friður náist á 21. öld.“

Hættan er sú, að mati ráðherrans, að hugsanlegir andstæðingar í framtíðinni hætti að taka mark á NATO. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×