Enski boltinn

Wenger vill 2-3 leikmenn til viðbótar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger segir að hann vilji styrkja leikmannahóp Arsenal um 2-3 leikmenn í sumar.

Talið er víst að Wenger muni tilkynna áður en HM hefst í Suður-Afríku að Arsenal hafi samið við Marouane Chamakh, leikmann Bordeaux í Frakklandi.

Þeir William Gallas, Sol Campbell og Mikael Silvestre eru þó allir að renna út á samningi og því ekki ólíklegt að Wenger muni leita sér að nýjum varnarmanni í sumar.

„Ég hef trú á þeim leikmannahópi sem ég hef en ef ég gæti bætt við hann 2-3 leikmönnum geri ég það," sagði Wenger.

„Það er þó enn spurningum enn ósvarað eins og hvort við munum semja aftur við Gallas. Við munum styrkja leikmannahópinn en það hafa engar ákvarðanir verið teknar enn."

„Það veit enginn hvernig markaðurinn verður fyrr en búið er að kaupa fyrsta leikmanninn. Eins og stendur er leikmannamarkaðurinn í Evrópu algerlega frosinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×