Innlent

Flugvélin lent í Keflavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Keflavíkurflugvöllur. Mynd/ Valgarður.
Keflavíkurflugvöllur. Mynd/ Valgarður.
Flugvél frá American Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir klukkan tvö. Hættustigi var lýst yfir á flugvellinum vegna vélarinnar en fréttir bárust á því að farþegar í vélinni hefðu fundið fyrir eiturgufum og væru ringlaðir vegna þeirra.

Átta sjúkrabílar voru sendir frá höfuðborgarsvæðinu til Keflavíkurflugvallar. Þremur þeirra var snúið við en fimm þeirra bíða nú frekari fyrirmæla um hvað gera skuli. Ekki er vitað hvert ástand áhafnar eða farþega var við lendingu.




Tengdar fréttir

Hættustig á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar

Hættustig er nú á Keflavíkurflugvelli vegna vélar sem er að lenda þar, samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um málið en við segjum betur frá málinu eftir því sem fréttir berast.

Átta sjúkrabifreiðar á leið til Keflavíkur

Átta sjúkrabifreiðar eru á leið frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins suður til Keflavíkurflugvallar vegna hættustigs sem hefur verið lýst yfir þar vegna flugvélar sem gert er ráð fyrir að lendi þar korter í tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×