Enski boltinn

Eiður á bekknum - Rooney og Ferdinand ekki með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney er ekki með United vegna meiðsla.
Wayne Rooney er ekki með United vegna meiðsla. Nordic Photos / Getty Images

Hvorki Wayne Rooney né Rio Ferdinand eru í leikmannahópi Manchester United sem mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni nú í hádeginu.

Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki sæti í byrjunarliði Tottenham að þessu sinni en hann er á varamannabekknum. Þeir Jermain Defoe og Roman Pavlyuchenko eru í fremstu víglínu liðsins í dag.

Þeir Rooney, Ferdinand og Gary Neville eiga allir við meiðsli að stríða og eru því ekki í leikmannahópi United í dag. Hins vegar er Owen Hargreaves á bekknum eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan í september árið 2008.

Alex Ferguson, stjóri United, sagði að Rooney hefði meiðst á nára á æfingu á fimmtudaginn og samkvæmt breskum fjölmiðlum er sá orðrómur á kreiki að hann geti ekki spilað meira með United á tímabilinu.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Manchester United: Van der Sar, Rafael Da Silva, Vidic, Jonathan Evans, Evra, Fletcher, Scholes, Giggs, Valencia, Berbatov, Nani.

Varamenn: Kuszczak, Hargreaves, Brown, Carrick, O'Shea, Macheda, Gibson.

Tottenham: Gomes, Assou-Ekotto, Dawson, King, Bale, Bentley, Huddlestone, Palacios, Modric, Defoe, Pavlyuchenko.

Varamenn: Alnwick, Kaboul, Lennon, Jenas, Crouch, Eiður Smári, Bassong.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×