Innlent

Söng í síðasta sinn í Reykjavík

Lhasa de Sela.
Lhasa de Sela.

Kanadíska söngkonan Lhasa de Sela lést af völdum brjóstakrabbameins á heimili sínu í Montréal í Kanada á nýársdag 37 ára að aldri. Síðustu tónleikar hennar voru dagana 23. og 24. maí á Listahátíð í Reykjavík í fyrra.

Hún var þekkt undir skírnarnafni sínu Lhasa. Hún var af mexíkósku og bandarísku bergi brotin, fædd í New York ríki í Bandaríkjunum en eyddi mestum hluta fullorðins áranna til skiptis í Frakklandi og Quibeck í Kanada.

Hún hafði barist við veikindi sín í tæp tvö ár og var því veik þegar hún kom fram á sínum allra síðustu tónleikum í Reykjavík og aflýsti fyrirhugaðri tónleikaferð um Evrópu þar á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×