Innlent

Jóni birt stefnan í New York

Breska blaðið the Guardian segir að Jóni hafi þegar verið birt stefnan.
Breska blaðið the Guardian segir að Jóni hafi þegar verið birt stefnan.

Jón Ásgeiri Jóhannessyni hefur verið birt stefna slitastjórnar Glitnis á hendur honum, Lárusi Welding og fimm öðrum, að sögn breska blaðsins Guardian. Blaðið greinir frá því á vef sínum að Jóni Ásgeiri hafi verið afhent dómsgögnin í annarri lúxusíbúða sinna í Manhattan í New York.

Jón Ásgeir hefur tvo sólahringa til að afhenda slitastjórn Glitnis lista yfir allar eignir sínar, hvar sem þær eru í heiminum. Ef hann afhendir ekki listann innan tilskilins frests eða verður vís að því að vantelja eignir á hann yfir höfði sér fangelsisvist allt að þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×