Enski boltinn

Carragher líst vel á Hodgson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Carragher í leik með Liverpool.
Jamie Carragher í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Jamie Carragher segir að sér lítist vel á að Roy Hodgson hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri Liverpool.

Hodgson verður fjórði stjórinn sem Carragher spilar fyrir hjá Liverpool og segist hann hlakka til að starfa með honum á komandi tímabili.

„Orðspor hans er frábært og hann er einn reyndasti knattspyrnustjóri heimsins. Það er líka frábært að þessari óvissu skuli vera lokið," sagði Carragher sem hefur áður spilað undir stjórn Roy Evans, Gerard Houllier og síðast Rafael Benitez.

Gerrard sagðist einnig vera ánægður með ráðningu Hodgson en neitaði að tjá sig um framtíð sína hjá félaginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×