Enn dregið úr niðurskurði 15. desember 2010 06:15 Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til miklar breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Í VG er ekki búist við stuðningi Lilju Mósesdóttur. Fjárlaganefnd leggur til að bólusetning við leghálskrabbameini verði hafin. Mynd/Anton Brink Útgjöld ríkissjóðs til velferðarmála aukast um rúmlega einn milljarð króna frá því sem áður stóð til. Meirihluti fjárlaganefndar gekk í gærkvöldi frá breytingatillögum við frumvarpið en lokaumræða þess er á dagskrá þingsins í dag. Meðal þess sem breytist er að 350 milljónum króna verður varið til verðbóta á grunn ellilífeyris- og örorkubóta. Dregið er úr aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir um sem nemur nokkur hundruð milljónum. Heilbrigðisstofnanirnar á Húsavík og Sauðárkróki og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði þurfa til dæmis að skera talsvert minna niður en áður var áætlað. Þá eru framlög til atvinnuleysisbóta aukin um 180 milljónir í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á lögum um bæturnar. Hækkun vaxtabóta sér einnig stað í frumvarpinu en hún grundvallast á samkomulagi stjórnvalda, fjármálastofnana og lífeyrissjóða um aðgerðir fyrir skuldsett heimili. Verður sex milljörðum króna varið til málaflokksins umfram það sem áður var ákveðið en fjármálastofnanir taka þátt í kostnaðinum. Á fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi varð að samkomulagi að nefndin öll leggi til að hafin verði á næsta ári bólusetning við leghálskrabbameini í tólf ára stúlkum. 50 milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári og meiru eftir það. Fátítt er að fjárlagafrumvarp taki miklum breytingum milli annarrar og þriðju umræðu og þess raunar dæmi að engar breytingar hafi verið gerðar fyrir lokaumræðuna. Frumvarpið tók umtalsverðum breytingum milli fyrstu og annarrar umræðu. Til dæmis var dregið úr niðurskurði til heilbrigðismála um 1,3 milljarða króna og framlög til menntamála aukin um rúmlega hálfan milljarð. Allur gærdagurinn fór í að smíða lokaútgáfu tillagnanna. Áður en kom til fundar fjárlaganefndar í gærkvöldi voru haldnir fundir í þingflokkum stjórnarflokkanna. Hvorki Lilja Mósesdóttir né Atli Gíslason, sem bæði höfðu gagnrýnt áætlanir um niðurskurð, sátu fund VG. Lilja sat hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið eftir aðra umræðu. Innan þingflokks VG er ekki reiknað með stuðningi hennar við lokaafgreiðsluna. Með breytingunum nú er einkum reynt að koma til móts við gagnrýni og athugasemdir sem fjárlaganefnd höfðu borist en ekki tekið sérstakt tillit til sjónarmiða einstakra þingmanna, hvorki Lilju né annarra. - bþs Tengdar fréttir Talsverðar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpinu „Það gekk mjög vel að loka þessari vinnu,“ segir Þuríður Backman, þingmaður VG. Fundi fjárlaganefndar lauk á tíunda tímanum í kvöld. Þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á morgun. 14. desember 2010 22:09 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs til velferðarmála aukast um rúmlega einn milljarð króna frá því sem áður stóð til. Meirihluti fjárlaganefndar gekk í gærkvöldi frá breytingatillögum við frumvarpið en lokaumræða þess er á dagskrá þingsins í dag. Meðal þess sem breytist er að 350 milljónum króna verður varið til verðbóta á grunn ellilífeyris- og örorkubóta. Dregið er úr aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir um sem nemur nokkur hundruð milljónum. Heilbrigðisstofnanirnar á Húsavík og Sauðárkróki og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði þurfa til dæmis að skera talsvert minna niður en áður var áætlað. Þá eru framlög til atvinnuleysisbóta aukin um 180 milljónir í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á lögum um bæturnar. Hækkun vaxtabóta sér einnig stað í frumvarpinu en hún grundvallast á samkomulagi stjórnvalda, fjármálastofnana og lífeyrissjóða um aðgerðir fyrir skuldsett heimili. Verður sex milljörðum króna varið til málaflokksins umfram það sem áður var ákveðið en fjármálastofnanir taka þátt í kostnaðinum. Á fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi varð að samkomulagi að nefndin öll leggi til að hafin verði á næsta ári bólusetning við leghálskrabbameini í tólf ára stúlkum. 50 milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári og meiru eftir það. Fátítt er að fjárlagafrumvarp taki miklum breytingum milli annarrar og þriðju umræðu og þess raunar dæmi að engar breytingar hafi verið gerðar fyrir lokaumræðuna. Frumvarpið tók umtalsverðum breytingum milli fyrstu og annarrar umræðu. Til dæmis var dregið úr niðurskurði til heilbrigðismála um 1,3 milljarða króna og framlög til menntamála aukin um rúmlega hálfan milljarð. Allur gærdagurinn fór í að smíða lokaútgáfu tillagnanna. Áður en kom til fundar fjárlaganefndar í gærkvöldi voru haldnir fundir í þingflokkum stjórnarflokkanna. Hvorki Lilja Mósesdóttir né Atli Gíslason, sem bæði höfðu gagnrýnt áætlanir um niðurskurð, sátu fund VG. Lilja sat hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið eftir aðra umræðu. Innan þingflokks VG er ekki reiknað með stuðningi hennar við lokaafgreiðsluna. Með breytingunum nú er einkum reynt að koma til móts við gagnrýni og athugasemdir sem fjárlaganefnd höfðu borist en ekki tekið sérstakt tillit til sjónarmiða einstakra þingmanna, hvorki Lilju né annarra. - bþs
Tengdar fréttir Talsverðar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpinu „Það gekk mjög vel að loka þessari vinnu,“ segir Þuríður Backman, þingmaður VG. Fundi fjárlaganefndar lauk á tíunda tímanum í kvöld. Þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á morgun. 14. desember 2010 22:09 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Talsverðar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpinu „Það gekk mjög vel að loka þessari vinnu,“ segir Þuríður Backman, þingmaður VG. Fundi fjárlaganefndar lauk á tíunda tímanum í kvöld. Þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á morgun. 14. desember 2010 22:09
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði