Enn dregið úr niðurskurði 15. desember 2010 06:15 Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til miklar breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Í VG er ekki búist við stuðningi Lilju Mósesdóttur. Fjárlaganefnd leggur til að bólusetning við leghálskrabbameini verði hafin. Mynd/Anton Brink Útgjöld ríkissjóðs til velferðarmála aukast um rúmlega einn milljarð króna frá því sem áður stóð til. Meirihluti fjárlaganefndar gekk í gærkvöldi frá breytingatillögum við frumvarpið en lokaumræða þess er á dagskrá þingsins í dag. Meðal þess sem breytist er að 350 milljónum króna verður varið til verðbóta á grunn ellilífeyris- og örorkubóta. Dregið er úr aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir um sem nemur nokkur hundruð milljónum. Heilbrigðisstofnanirnar á Húsavík og Sauðárkróki og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði þurfa til dæmis að skera talsvert minna niður en áður var áætlað. Þá eru framlög til atvinnuleysisbóta aukin um 180 milljónir í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á lögum um bæturnar. Hækkun vaxtabóta sér einnig stað í frumvarpinu en hún grundvallast á samkomulagi stjórnvalda, fjármálastofnana og lífeyrissjóða um aðgerðir fyrir skuldsett heimili. Verður sex milljörðum króna varið til málaflokksins umfram það sem áður var ákveðið en fjármálastofnanir taka þátt í kostnaðinum. Á fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi varð að samkomulagi að nefndin öll leggi til að hafin verði á næsta ári bólusetning við leghálskrabbameini í tólf ára stúlkum. 50 milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári og meiru eftir það. Fátítt er að fjárlagafrumvarp taki miklum breytingum milli annarrar og þriðju umræðu og þess raunar dæmi að engar breytingar hafi verið gerðar fyrir lokaumræðuna. Frumvarpið tók umtalsverðum breytingum milli fyrstu og annarrar umræðu. Til dæmis var dregið úr niðurskurði til heilbrigðismála um 1,3 milljarða króna og framlög til menntamála aukin um rúmlega hálfan milljarð. Allur gærdagurinn fór í að smíða lokaútgáfu tillagnanna. Áður en kom til fundar fjárlaganefndar í gærkvöldi voru haldnir fundir í þingflokkum stjórnarflokkanna. Hvorki Lilja Mósesdóttir né Atli Gíslason, sem bæði höfðu gagnrýnt áætlanir um niðurskurð, sátu fund VG. Lilja sat hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið eftir aðra umræðu. Innan þingflokks VG er ekki reiknað með stuðningi hennar við lokaafgreiðsluna. Með breytingunum nú er einkum reynt að koma til móts við gagnrýni og athugasemdir sem fjárlaganefnd höfðu borist en ekki tekið sérstakt tillit til sjónarmiða einstakra þingmanna, hvorki Lilju né annarra. - bþs Tengdar fréttir Talsverðar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpinu „Það gekk mjög vel að loka þessari vinnu,“ segir Þuríður Backman, þingmaður VG. Fundi fjárlaganefndar lauk á tíunda tímanum í kvöld. Þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á morgun. 14. desember 2010 22:09 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs til velferðarmála aukast um rúmlega einn milljarð króna frá því sem áður stóð til. Meirihluti fjárlaganefndar gekk í gærkvöldi frá breytingatillögum við frumvarpið en lokaumræða þess er á dagskrá þingsins í dag. Meðal þess sem breytist er að 350 milljónum króna verður varið til verðbóta á grunn ellilífeyris- og örorkubóta. Dregið er úr aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir um sem nemur nokkur hundruð milljónum. Heilbrigðisstofnanirnar á Húsavík og Sauðárkróki og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði þurfa til dæmis að skera talsvert minna niður en áður var áætlað. Þá eru framlög til atvinnuleysisbóta aukin um 180 milljónir í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á lögum um bæturnar. Hækkun vaxtabóta sér einnig stað í frumvarpinu en hún grundvallast á samkomulagi stjórnvalda, fjármálastofnana og lífeyrissjóða um aðgerðir fyrir skuldsett heimili. Verður sex milljörðum króna varið til málaflokksins umfram það sem áður var ákveðið en fjármálastofnanir taka þátt í kostnaðinum. Á fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi varð að samkomulagi að nefndin öll leggi til að hafin verði á næsta ári bólusetning við leghálskrabbameini í tólf ára stúlkum. 50 milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári og meiru eftir það. Fátítt er að fjárlagafrumvarp taki miklum breytingum milli annarrar og þriðju umræðu og þess raunar dæmi að engar breytingar hafi verið gerðar fyrir lokaumræðuna. Frumvarpið tók umtalsverðum breytingum milli fyrstu og annarrar umræðu. Til dæmis var dregið úr niðurskurði til heilbrigðismála um 1,3 milljarða króna og framlög til menntamála aukin um rúmlega hálfan milljarð. Allur gærdagurinn fór í að smíða lokaútgáfu tillagnanna. Áður en kom til fundar fjárlaganefndar í gærkvöldi voru haldnir fundir í þingflokkum stjórnarflokkanna. Hvorki Lilja Mósesdóttir né Atli Gíslason, sem bæði höfðu gagnrýnt áætlanir um niðurskurð, sátu fund VG. Lilja sat hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið eftir aðra umræðu. Innan þingflokks VG er ekki reiknað með stuðningi hennar við lokaafgreiðsluna. Með breytingunum nú er einkum reynt að koma til móts við gagnrýni og athugasemdir sem fjárlaganefnd höfðu borist en ekki tekið sérstakt tillit til sjónarmiða einstakra þingmanna, hvorki Lilju né annarra. - bþs
Tengdar fréttir Talsverðar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpinu „Það gekk mjög vel að loka þessari vinnu,“ segir Þuríður Backman, þingmaður VG. Fundi fjárlaganefndar lauk á tíunda tímanum í kvöld. Þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á morgun. 14. desember 2010 22:09 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Talsverðar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpinu „Það gekk mjög vel að loka þessari vinnu,“ segir Þuríður Backman, þingmaður VG. Fundi fjárlaganefndar lauk á tíunda tímanum í kvöld. Þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á morgun. 14. desember 2010 22:09