Enski boltinn

Hargreaves hlakkar til framtíðarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson með ónefndum starfsfélaga sínum hjá Manchester United sem og Owen Hargreaves á hestaveðreiðum í dag.
Alex Ferguson með ónefndum starfsfélaga sínum hjá Manchester United sem og Owen Hargreaves á hestaveðreiðum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Owen Hargreaves er byrjaður að hlakka til framtíðarinnar á nýjan leik eftir að hafa loksins náð sér af erfiðum hnémeiðslum.

Hargreaves fór í aðgerð í september árið 2008 en náði ekkert að spila með félagi sínu, Manchester United, fyrr en að hann kom inn á sem varamaður í blálok leik liðsins gegn Sunderland á sunnudaginn.

„Ég hef núna misst af tveimur tímabilum og eru það vissulega mikil vonbrigði fyrir mig," sagði Hargreaves. „En ég er 29 ára gamall og vonandi get ég spilað í 6-8 ár til viðbótar."

„Auðvitað gat ég ekki ímyndað mér að ég yrði svona lengi frá en ég lærði mikið af þessari reynslu. Ég fékk vissulega lítið að spila um helgina en við eigum leik gegn Stoke um helgina og vonandi fæ ég að spila aðeins meira þá. Ég stefni svo á að vera orðinn algerlega klár í slaginn þegar næsta tímabil hefst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×