Baldur: Samningar aldrei á lokastigi 11. febrúar 2010 11:59 Baldur Guðlaugsson sem var í hópi embættismanna sem átti í viðræðum um Icesave í tíð ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, segir langt í frá að viðræður hafi verið komnar á það stig áður en ríkisstjórnin fór frá, að endanlegt samkomulag væri í sjónmáli. Baldur Guðlaugsson var á þessum tíma ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og átti ásamt embættismönnum þaðan og frá utanríkisráðuneyti og viðskiptaráðuneyti í viðræðum við hollenska og breska embættismenn. Hann segir viðræðurnar að Íslands hálfu hafa tekið mið af Brussel viðmiðunum svo kölluðu og þingsályktun Alþingis um að teknar skyldu upp viðræður á grundvelli þeirra. En í Brussel viðmiðunum hafi komið fram að taka ætti tillit til erfiðrar og fordæmalausrar stöðu Íslands. Baldur segir litla hreyfingu hafa verið á viðræðum embættismanna þjóðanna frá byrjun desember þar til ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór frá völdum í lok janúar 2009. Málið hafi alls ekki verið komið á það stig að ráðherrar eða ríkisstjórn tækju afstöðu til tillögu að niðurstöðu að endanlegum samningi. Það hafi alveg átt eftir að semja um lykilatriði mögulegra samninga og það hafi legið ljóst fyrir að semja þyrfti um málið á hinum pólitíska vettvangi en ekki embættislegum. Þegar ríkisstjórnin fór frá hafi málið alls ekki verið komið á það stig. Baldur segir að utanríkisráðuneytið hafi farið með forystu í viðræðunum. Enda hafi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi utanríkisráðherra verið í viðræðum við einstaka utanríkisráðherra annarra Evrópuríkja um lausn málsins. Það hafi verið skilningur manna á milli á grundvelli Brussel viðmiðanna og þingsályktunar Alþingis, að finna þyrfti pólitíska niðurstöðu á því að Íslendingar gengjust við lágmarks tryggingum innistæðna. Þó aðeins þannig að skilmálar væru viðunandi fyrir Ísland og tækju mið af hinni erfiðu og fordæmalausu stöðu sem Ísland var í og viðurkennt var á hinum pólitíska vettvangi í Evrópu með samþykkt Brussel viðmiðanna. Að sögn Baldurs var málið aldrei komið á það stig að ríkisstjórnin þyrfti að taka afstöðu til draga að samningnum sem gætu verið grunnur að lokasamkomulagi. Pappírar hafi gengið milli embættismanna um form mögulegs samnings og þeir hafi ekki verið lagðir fyrir ráðherra til afgreiðslu. Þegar stjórnin fór frá hafi því hendur íslenskra stjórnvalda alls ekki verið bundnar í málinu og íslensk stjórnvöld ekki gengist inn á neina niðurstöðu í því. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Baldur Guðlaugsson sem var í hópi embættismanna sem átti í viðræðum um Icesave í tíð ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, segir langt í frá að viðræður hafi verið komnar á það stig áður en ríkisstjórnin fór frá, að endanlegt samkomulag væri í sjónmáli. Baldur Guðlaugsson var á þessum tíma ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og átti ásamt embættismönnum þaðan og frá utanríkisráðuneyti og viðskiptaráðuneyti í viðræðum við hollenska og breska embættismenn. Hann segir viðræðurnar að Íslands hálfu hafa tekið mið af Brussel viðmiðunum svo kölluðu og þingsályktun Alþingis um að teknar skyldu upp viðræður á grundvelli þeirra. En í Brussel viðmiðunum hafi komið fram að taka ætti tillit til erfiðrar og fordæmalausrar stöðu Íslands. Baldur segir litla hreyfingu hafa verið á viðræðum embættismanna þjóðanna frá byrjun desember þar til ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór frá völdum í lok janúar 2009. Málið hafi alls ekki verið komið á það stig að ráðherrar eða ríkisstjórn tækju afstöðu til tillögu að niðurstöðu að endanlegum samningi. Það hafi alveg átt eftir að semja um lykilatriði mögulegra samninga og það hafi legið ljóst fyrir að semja þyrfti um málið á hinum pólitíska vettvangi en ekki embættislegum. Þegar ríkisstjórnin fór frá hafi málið alls ekki verið komið á það stig. Baldur segir að utanríkisráðuneytið hafi farið með forystu í viðræðunum. Enda hafi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi utanríkisráðherra verið í viðræðum við einstaka utanríkisráðherra annarra Evrópuríkja um lausn málsins. Það hafi verið skilningur manna á milli á grundvelli Brussel viðmiðanna og þingsályktunar Alþingis, að finna þyrfti pólitíska niðurstöðu á því að Íslendingar gengjust við lágmarks tryggingum innistæðna. Þó aðeins þannig að skilmálar væru viðunandi fyrir Ísland og tækju mið af hinni erfiðu og fordæmalausu stöðu sem Ísland var í og viðurkennt var á hinum pólitíska vettvangi í Evrópu með samþykkt Brussel viðmiðanna. Að sögn Baldurs var málið aldrei komið á það stig að ríkisstjórnin þyrfti að taka afstöðu til draga að samningnum sem gætu verið grunnur að lokasamkomulagi. Pappírar hafi gengið milli embættismanna um form mögulegs samnings og þeir hafi ekki verið lagðir fyrir ráðherra til afgreiðslu. Þegar stjórnin fór frá hafi því hendur íslenskra stjórnvalda alls ekki verið bundnar í málinu og íslensk stjórnvöld ekki gengist inn á neina niðurstöðu í því.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira