Innlent

Leitað að dópi í Tækniskólanum

Fíkniefnahundur á leiðinni inn í Tækniskólann. Mynd/Pjetur.
Fíkniefnahundur á leiðinni inn í Tækniskólann. Mynd/Pjetur.
Nokkuð lið lögreglu og tollvarða leitaði að fíkniefnum í Tækniskólanum á Skólavörðuholti í dag. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum var óskað eftir liðsinni lögreglunnar en leitin er liður í forvarnastarfi skólans. Þrír hundar voru notaðir í leitinni og var öllum inngangum skólans, utan einum, lokað. Ekki er ljóst hvort fíkniefnaleitarhundarnir hafi haft eitthvað upp úr krafsinu á meðal nemenda skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×