Innlent

Guðbjartur: Margar ástæður fyrir töfum

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson.

Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra segir margar ástæður fyrir því að stórframkvæmdir hafi tafist og ekki sé hægt að kenna ríkisstjórninni alfarið um tafirnar. Forseti Alþýðusambandsins segir ríkisstjórnina í gíslingu fámenns hóps sem komi í veg fyrir framkvæmdir.

Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði í setningarræðu á aðalfundi ASÍ í gær að það væri áhyggjuefni að atvinnumálin hefðu verið tekin í gíslingu fámenns hóps innan ríkisstjórnarinnar og hún því í raun misst forræði í málinu. Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra sem einnig ávarpaði aðalfundinn segir þetta mikla einföldun.

Til að mynda hafi skort fé til fjárfestinga. Tekist hafi verið á um veggjöld vegna vegaframkvæmda og Landsvirkjun hafi ekki fengið lán vegna Búðarhálsvirkjunar. Ríkisstjórnin kunni að hafa lofað of miklu í stöðugleikasáttmálanum en unnið sé að því að koma málum áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×