Enski boltinn

Allir til sölu hjá West Ham nema Scott Parker

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Parker fagnar sigurmarki sínu með Gianfranco Zola.
Scott Parker fagnar sigurmarki sínu með Gianfranco Zola. Mynd/Getty Images
Scott Parker er eini leikmaðurinn í liði West Ham sem nýi eigandinn, David Sullivan, er ekki tilbúinn að selja í sumar. Hann segir að allir aðrir leikmenn séu til sölu í allsherjar tiltekt á Upton Park eftir tímabilið.

West Ham tryggði sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 sigur á Wigan um helgina og eru menn þar á bæ farnir að undirbúa sig fyrir stórt sumar á félagsskiptamarkaðnum. Scott Parker skoraði sigurmarkið á móti Wigan og er í miklum metum hjá Sullivan.

„Fyrir utan Scott Parker þá er það ekki neinn leikmaður sem myndi ekki selja ef að rétta tilboðið kæmi," sagði David Sullivan.

„Scott verður ekki seldur og við munum kaupa fleiri leikmenn en við seljum. Þetta verður ekki nein brunaútsala og við ætlum að styrkja liðið en ekki veikja það," sagði David Sullivan.

„Við verðum samt að hrista upp í leikmannahópnum því ef við gerum það ekki þá verðum við bara í sömu vandræðum á næsta tímabili. Stigataflan lýgur ekki," sagði Sullivan.

David Sullivan ætlar að bjóða fyrirliðanum Matthew Upson nýjan þriggja ára samning en segist ekki ætla að hækka við hann launin. Upson á enn eftir ár af samningi sínum og Sullivan segist ætla að hlusta á öll tilboð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×