Innlent

Frekari tækifæri til náms

Tvö ráðuneyti, mennta- og menningarmála og félags- og tryggingarmála, hafa samið um frekari námstækifæri fyrir ungt fólk í atvinnuleit. Með því er tækifærum til náms fjölgað.

Bæði verður námsplássum á núverandi námsbrautum fjölgað og ný námsúrræði verða þróuð. Vinnumálastofnun er heimilt að semja við framhaldsskóla um námsvist fyrir fólk á aldrinum 18 til 24 ára sem er án atvinnu og tryggt innan atvinnuleysistryggingakerfisins.

Stýrihópur verður skipaður til að setja viðmið fyrir skipulag nýrra námsbrauta og annast samskipti við framhaldsskóla um uppbyggingu námsbrauta til framhaldsskólaprófs.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×