Innlent

Karlmaðurinn er fundinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina í dag.
Karlmaðurinn sem leitað hefur verið að Fjallabaki í dag fannst um hálftíuleytið í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Engar upplýsingar hafa borist um ástand hans. Ekki hefur fengist upplýst að svo komnu máli hvar maðurinn fannst.

Um 270 -280 manns tóku þátt í leitinni samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Leitað var á töluvert stóru svæði, allt frá Mælifellssandi niður í Fljótshlíð. Hundar voru notaðir við leitina í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð í dag en henni var snúið við þegar skyggja tók.

Tvær konur sem voru með manninum í bíl á svæðinu fundust í dag. Önnur þeirra er á slysadeild Landspítalans og er líklegt að hún útskrifist á morgun. Hin konan lést.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×