Enski boltinn

Skrtel byrjaður að æfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Skrtel fagnar marki í leik með Liverpool.
Martin Skrtel fagnar marki í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Martin Skrtel er byrjaður að æfa með Liverpool á nýjan leik eftir að hann ristarbrotnaði nú í febrúar síðastliðnum.

Það er því útlit fyrir að Skrtel geti spilað af fullum krafti með landsliði Slóvakíu á HM í sumar. Liðið mætir Nýja-Sjálandi í fyrsta leik þann 15. júní.

Skrtel hefur komið við sögu í nítján úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu og skorað í þeim eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×