Innlent

Meta áhrifin á menntaverkefni

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnar í gær
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnar í gær

Ráðherrar iðnaðar, mennta- og fjármála ætla að meta hvaða áhrif afnám iðnaðarmálagjalds hefur á tiltekin menntaverkefni þriggja skóla og hvernig megi standa straum af kostnaði við þau í framtíðinni.

Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi nýverið innheimtu iðnaðarmálagjalds brotlega gegn félgafrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu.

Gjaldið hefur að mestu runnið til Samtaka iðnaðarins en einnig til menntaverkefna í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og í Tækniskólanum.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnar í gær. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×