Enski boltinn

Michael Dawson: Þetta bætir fyrir það að missa af bikarúrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Dawson og félagar sjást hér fagna sigrinum og sætinu í Meistaradeildinni.
Michael Dawson og félagar sjást hér fagna sigrinum og sætinu í Meistaradeildinni. Mynd/AFP
Michael Dawson, varnarmaður Tottenham, var eins aðrir leikmenn liðsins í skýjunum eftir 1-0 útisigur liðsins á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en með þessum sigri tryggði liðið sér fjórða sætið og þar með sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

„Við vorum frábærir í kvöld. Við komum hingað og sýndum úr hverju við erum gerðir. Það var engin ástæða til að koma hingað og óttast eitthvað," sagði Michael Dawson.

„Við komum hingað, héldum boltanum niðri og spiluðum fótbolta. Við misstum af bikarúrslitaleiknum en þetta kvöld bætir svo sannarlega fyrir það," sagði Michael Dawson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×