Enski boltinn

Harry Redknapp: Við eigum þetta skilið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Mynd/AFP
Harry Redknapp stýrði Tottenham í kvöld inn í Meistaradeildina sem er frábær árangur hjá þessum flotta stjóra sem tók við liðinu í fallbaráttu á síðasta tímabili. Tottenham tryggði sér fjórða sætið með 1-0 sigri á Manchester City í kvöld.

„Þetta er frábært og þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil hjá okkur. Við erum búnir að spila flottan fótbolta á leiðinni að þessum árangri og við eigum þetta skilið," sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham eftir leikinn.

„Þetta var gott kvöld, við spiluðum vel og ég vissi alltaf að markið var á leiðinni. Crouchy átti frábæran leik og fór fyrir liðinu. Þetta var góð frammistaða hjá okkur," sagði Harry Redknapp áður en að leikmenn liðsins sturtuðu yfir hann úr vatnstunnu í miðju viðtali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×