Fótbolti

Óaðfinnanlegur leikur Spánverja

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tveir góðir sem skoruðu í gær, Torres og Villa.
Tveir góðir sem skoruðu í gær, Torres og Villa. GettyImages
Hans-Peter Zaugg stóð orðlaus og horfði á Spánverja tæta lið sitt Liechtenstein í sig í gær. Spánverjar unnu leikinn 0-4 og hefðu getað unnið stærra.

Fernando Torres skoraði tvö mörk fyrir Spán, David Villa og David Silva komust líka á blað.

"Spánverjar voru ótrúlega góðir í dag og þetta var gott fyrir okkur og fyrir almenning hérna. Ég sé ekki hvernig lið getur spilað betur en þeir gerðu," sagði Zaugg.

"Leikmennirnir mínir sögðu að þegar þeir voru að reyna að taka boltann af Spánverjum, komust þeir ekki einu sinni nógu nálægt þeim til að brjóta á þeim."

"Þegar við héldum að við hefðum unnið boltann þá töpuðum við honum aftur. Það var eins og við værum tveimur eða þremur mönnum færri."

"Þeir sendu boltann hratt og örugglega á milli sín, óaðfinnanlega," sagði Zaugg fullur lotningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×