Getur tekið á móti 160 leikskólabörnum fyrir ísbjarnarfé 5. júní 2010 18:48 Það mun kosta miklu meira en 250 milljónir króna að koma ísbirni fyrir í Húsdýragarðinum. Þetta segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um hugmyndir verðandi borgarstjóra. Formaður Samtaka sjálfstæðra skóla bendir á að fyrir sömu upphæð gæti borgin tekið á móti 160 börnum í leikskóla. Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri Reykjavíkur tilkynnti, í gær að hann vildi stefna að því að koma fyrir ísbirni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir hugmyndir Jóns góðar en þær muni kosta sitt. Framsóknarmenn hafa skotið á að það muni kosta um 250 milljónir að koma dýrinu fyrir í garðinum en Tómas telur það varlega áætlaða upphæð. Tómas segist sjálfur vilja koma mörgum öðrum hlutum framar á forgangslista í garðinum þótt honum þætti það ánægjuleg tilhugsun að geta haft hvítabjörn tímabundið sem hingað gæti villst til lands. Það verði þó að gera almennilega. Aðstaða á borð við þá sem var í Sædýrasafninu á sínum tíma þyki ekki boðleg dýrum nú. Þá telja margir að önnur kostnaðarsöm verkefni hjá borginni þyrfti að setja framar forgangslista. Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, bendir á að fyrir ísbjarnarfé væri til að mynda hægt að sjá 160 börnum fæddum 2009 fyrir leikskólaplássi. „Ég gæti gert óendanlega margt fyrir 250 milljónir. Það fyrsta sem ég myndi gera væri að fjölga plássum fyrir börn sem eru fædd í byrjun árs 2009 sem eru ekki ennþá komin inn. Ég heyri í fjölmörgum foreldrum sem eru komnir í vandræði," segir Margrét Pála. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Það mun kosta miklu meira en 250 milljónir króna að koma ísbirni fyrir í Húsdýragarðinum. Þetta segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um hugmyndir verðandi borgarstjóra. Formaður Samtaka sjálfstæðra skóla bendir á að fyrir sömu upphæð gæti borgin tekið á móti 160 börnum í leikskóla. Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri Reykjavíkur tilkynnti, í gær að hann vildi stefna að því að koma fyrir ísbirni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir hugmyndir Jóns góðar en þær muni kosta sitt. Framsóknarmenn hafa skotið á að það muni kosta um 250 milljónir að koma dýrinu fyrir í garðinum en Tómas telur það varlega áætlaða upphæð. Tómas segist sjálfur vilja koma mörgum öðrum hlutum framar á forgangslista í garðinum þótt honum þætti það ánægjuleg tilhugsun að geta haft hvítabjörn tímabundið sem hingað gæti villst til lands. Það verði þó að gera almennilega. Aðstaða á borð við þá sem var í Sædýrasafninu á sínum tíma þyki ekki boðleg dýrum nú. Þá telja margir að önnur kostnaðarsöm verkefni hjá borginni þyrfti að setja framar forgangslista. Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, bendir á að fyrir ísbjarnarfé væri til að mynda hægt að sjá 160 börnum fæddum 2009 fyrir leikskólaplássi. „Ég gæti gert óendanlega margt fyrir 250 milljónir. Það fyrsta sem ég myndi gera væri að fjölga plássum fyrir börn sem eru fædd í byrjun árs 2009 sem eru ekki ennþá komin inn. Ég heyri í fjölmörgum foreldrum sem eru komnir í vandræði," segir Margrét Pála.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira