Enski boltinn

Vieira: Ég hef brugðist City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Frakkinn Patrick Vieira segist hafa brugðist knattspyrnustjóra og eigendum Man. City. Þessi 33 ára miðjumaður hefur ekki sýnt neina snilldartakta í búningi félagsins en ætlar að bæta úr því á morgun er City mætir Spurs í nánast hreinum úrslitaleik um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég hef ekki gert það sem mér var ætlað að gera fyrir þetta félag. Það er samt ekki enn orðið of seint að gera eitthvað og leikurinn gegn Spurs er risaleikur," sagði Vieira.

„Ég einbeiti mér að því hvernig ég geti hjálpað félaginu að ná fjórða sætinu. Ég hef ekki gert það sem ég á að gera og verið fjarri mínu besta. Þetta hefur verið erfitt enda kom ég meiddur til félagsins. Menn hér höfðu mikla trú á mér og nú er komið að mér að gefa til baka."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×